Fréttir

Ályktun stjórnar um samkeppnislagabrot

Stjórn Neytendasamtakanna harmar þau alvarlegu brot á samkeppnislögum sem Eimskip og Samskip virðast hafa stundað árum saman og Samkeppnisstofnun hefur nú afhjúpað. Enn á ný er sýnt fram að virk samkeppni þarfnast öflugs og virks eftirlits, en skemmst er að minnast staðfestingu hæstaréttar að alvarlegum samkeppnislagabrotum Mjólkursamsölunnar og grófum brotum Byko fyrr á árinu. Í öllum tilfellum hafa fyrirtækin verið sektuð um hundruð milljóna króna, sem renna í ríkissjóð.

Stjórn samtakanna bendir þó á að þeir sem urðu fyrir brotunum þ.e.a.s. neytendur, bera skarðan hlut frá borði þar sem erfitt er fyrir þá sem verða fyrir samkeppnislagabrotum, þ.e.a.s. neytendur, að fá hlut sinn réttan. Hefði hins vegar tilskipun 2014/104/ESB verið innleidd eða sambærileg lög sett, væri einfalt fyrir brotaþola, að sækja skaðabætur með einföldum hætti.

Stjórn Neytendasamtakanna krefjast þess að stjórnvöld setji tafarlaust af stað vinnu til að bæta úr úrræðaleysi neytenda og breyta lögum. Með því yrðu íslenskir neytendur jafnt settir og neytendur í Evrópu, og jafnframt væri mikill fælingarmáttur í slíkum lögum. Neytendur treysta á virka samkeppni og tilraunir til að koma í veg fyrir eðlilega samkeppni er aðför að neytendum.

Fréttir í sama dúr

Bílastæðamál fyrir Hæstarétt

Baráttan um bílastæðin

Neytendablaðið er komið út

Aðalfundur 22. október

Staðan í Vaxtamálinu

Smálánabaráttan

Takk fyrir áhugann!

 Þetta vefsvæði er kostað af árgjöldum félaga í Neytendasamtökunum.

Ef þú ert ekki þegar í samtökunum biðjum við þig að íhuga að ganga í þau. Árgjaldið er 7.900 kr.