Fréttir

Áttu rétt á endurgreiðslu?

-Ólögmæti smálána enn og aftur staðfest

Með áliti áfrýjunarnefndar neytendamála liggur nú endanlega fyrir að smálán sem veitt voru af fyrirtækjum í eigu eCommerce2020 allt fram á mitt síðasta ár voru ólögleg. Fyrirtækið sætir nú lögreglurannsókn í Danmörku vegna gruns um peningaþvætti og hefur hætt útlánastarfsemi og vísar á Almenna innheimtu hafi lántakendur athugasemdir.

Í síðustu viku komst úrskurðanefnd lögmanna að þeirri niðurstöðu að innheimtuhættir Almennrar innheimtu brjóta í bága við innheimtulög.

Lántakendur sem tóku lán hjá E-content og/eða eCommerce2020 fram í júní á síðasta ári gætu hafa ofgreitt stórar fjárhæðir. Þeir gætu þar með átt rétt á endurkröfu á eCommerce2020. Sé það tilfellið ætti fólk ekki að greiða krónu til viðbótar fyrr en kröfuhafi getur sýnt fram á réttmæti krafnanna.

Farðu fram á leiðréttingu
Svo virðist sem Almenn innheimta sé nú í forsvari fyrir kröfuhafa. Eru lántakendur hvattir til að senda eftirfarandi tölvupóst á almenn@almenn.is og setja smalan@ns.is í cc.

„Góðan dag,
Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu kröfuhafa er lántökum bent á að hafa samband við Almenna innheimtu vegna útistandandi lána.
Fyrir liggur að lánveitingar bæði E-content og eCommerce2020 bruta í bága við lög um neytendalán. Í ljósi niðurstöðu áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 6/2019 fer ég fram á endurútreikning á öllum kröfum E-content og/eða eCommerce2020 sem mig varða og hafa verið til innheimtu hjá Almennri innheimtu ehf. Komi í ljós að ég hafi ofgreitt lántökukostnað fer ég fram á endurgreiðslu á ofgreiddri fjárhæð auk endurgreiðslu á vanskilakostnaði sem hlaust af innheimtu umræddra lána.
Nafn: XXX
Kennitala: XXX
Afrit sent Neytendasamtökunum“

Fréttir í sama dúr

Breytingar á búvörulögum gegn stjórnarskrá

Aðalfundur Neytendasamtakanna 2024

Ályktanir aðalfundar

Bílastæðamál fyrir Hæstarétt

Baráttan um bílastæðin

Neytendablaðið er komið út

Takk fyrir áhugann!

 Þetta vefsvæði er kostað af árgjöldum félaga í Neytendasamtökunum.

Ef þú ert ekki þegar í samtökunum biðjum við þig að íhuga að ganga í þau. Árgjaldið er 7.900 kr.