Fréttir

Creditinfo hætti skráningum tafarlaust

Drífa Snædal og Breki Karlsson

Neytendasamtökin og Alþýðusamband Íslands sendu Creditinfo eftirfarandi kröfu um að fyrirtækið hætti tafarlaust skráningum á vanskilaskrá vegna Covid-19:

Reykjavík, 6. apríl 2020

Efni: Skráningu á vanskilaskrá verði hætt vegna Covid 19

Efnahagslegar afleiðingar vegna Covid19 verða þungbærar og sennilega umfangsmeiri en fyrri efnahagshremmingar. Fyrirtæki og einstaklingar munu verða fyrir miklum skakkaföllum, sem munu hafa keðjuverkandi áhrif og hafa afleiðingar inn í nánustu framtíð. Margir lenda í því þessa dagana að tekjur skerðast að miklu leyti eða jafnvel öllu leyti og óvíst hvenær fólk fær tækifæri til að afla tekna til að standa undir sínum skuldbindingum aftur.

Skráning á vanskilaskrá hefur gífurlega íþyngjandi og langvarandi afleiðingar fyrir þann sem þar lendir. Þannig hefur Creditinfo-Lánstraust heimild til að halda fólki á vanskilaskrá í fjögur ár eftir að fólk gerir upp skuldir sínar og á meðan er fólki gert ókleift að stunda eðlileg viðskipti, svo sem fá greiðslukort, tryggingar eða jafnvel leiguhúsnæði. Það tímabundna áfall sem fólk verður fyrir um þessar mundir má ekki hafa langvarandi afleiðingar.

Alþýðusamband Íslands og Neytendasamtökin krefjast þess að Creditinfo-Lánstraust hætti tafarlaust skráningum á vanskilaskrá sína vegna greiðsluvanda tengdum Covid19 og skrái engan á vanskilaskrá vegna þessa út árið 2020.

Undir þetta rita Drífa Snædal, forseti ASÍ og Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna.

Fréttir í sama dúr

Opnunartími yfir hátíðirnar

Droppshipping – ekki er allt sem sýnist

Afstaða stjórnmálaflokkanna til neytendamála

Breytingar á búvörulögum gegn stjórnarskrá

Aðalfundur Neytendasamtakanna 2024

Ályktanir aðalfundar

Takk fyrir áhugann!

 Þetta vefsvæði er kostað af árgjöldum félaga í Neytendasamtökunum.

Ef þú ert ekki þegar í samtökunum biðjum við þig að íhuga að ganga í þau. Árgjaldið er 7.900 kr.