Fréttir

Enn um njósnatólið Google Analytics

Í kjölfar fréttar þar sem Neytendasamtökin eru vænd um að misskilja ákvörðun dönsku persónuverndarstofnunarinnar Datatilsynet um Google Analytics, vilja samtökin árétta að í frétt Datatilsynet segir orðrétt:

Datatilsynet har set nærmere på værktøjet Google Analytics, dets indstillinger og de vilkår, værktøjet leveres under. På baggrund af denne gennemgang konkluderer Datatilsynet, at værktøjet ikke kan benyttes lovligt uden videre. En lovlig brug forudsætter implementering af en række supplerende foranstaltninger ud over de indstillinger, Google stiller til rådighed.

https://www.datatilsynet.dk/presse-og-nyheder/nyhedsarkiv/2022/sep/brug-af-google-analytics-til-webstatistik

Í þýðingu samtakanna útleggst þetta svo á Íslensku:

„Datatilsynet hefur farið yfir Google Analytics, stillingar þess og skilmála. Á grundvelli yfirferðarinnar kemst danska Persónuvernd að þeirri niðurstöðu að ekki sé hægt að nota tólið á löglegan hátt án frekari aðgerða. Lögleg notkun krefst innleiðingar á fjölda viðbótarráðstafana, til viðbótar við þær sem Google býður uppá.“

Með öðrum orðum: Ekki er hægt að nota Google Analytics á löglegan hátt þar sem þær ráðstafanir sem Google hefur gert til að reyna að halda gagnasöfnun sinni til streitu duga ekki til.

Neytendasamtökin benda á viðvörun sem Persónuvernd gaf út fyrr á árinu þar sem hún segir að notkun tólsins sé óheimil austurrískum og frönskum fyrirtækjum og að þær niðurstöður gefi vísbendingu um niðurstöður á Íslandi.

Mál þetta sýnir svart á hvítu nauðsyn þess að persónuverndaryfirvöld á Íslandi taki af skarið og taki formlega afstöðu til notkunar Google Analytics líkt og Neytendasamtökin hafa kallað eftir.

Neytendasamtökin hafa fullan skilning á því að fyrirtæki sem eiga allt sitt undir njósnahagkerfinu muni missa spón úr aski sínum við sambærilega ákvörðun Persónuverndar á Íslandi og í öðrum löndum Evrópu en réttur til stafrænnar verndar er ein af grunnkröfum neytenda sem ekki verður vikið frá.

Að lokum; Ef þú ætlar að horfa á eitt kattamyndband á vefnum í dag, mælum við með þessu hér: www.ns.is/kettir  

Fréttir í sama dúr

Opnunartími yfir hátíðirnar

Droppshipping – ekki er allt sem sýnist

Afstaða stjórnmálaflokkanna til neytendamála

Breytingar á búvörulögum gegn stjórnarskrá

Aðalfundur Neytendasamtakanna 2024

Ályktanir aðalfundar

Takk fyrir áhugann!

 Þetta vefsvæði er kostað af árgjöldum félaga í Neytendasamtökunum.

Ef þú ert ekki þegar í samtökunum biðjum við þig að íhuga að ganga í þau. Árgjaldið er 7.900 kr.