Vaxtamálið

Taktu þátt og jöfnum leikinn!

Til þess að tryggja rétt þinn er nauðsynlegt að krefjast hans. 
Við mælum með því að við gerum þetta saman en þú getur einnig rekið málið sjálf/ur.

Óskir þú eftir aðstoð Lögfræðistofu Reykjavíkur þarft þú að smella á hlekkinn hér til vinstri, fylla út og rita undir rafræna verkbeiðni og umboð.

Lögmannsþjónustan stendur til boða gegn árangurstengdri þóknun, þ.e. ekkert er greitt nema árangur náist í innheimtu á hendur viðkomandi banka. Þannig greiðir lántaki sem óskar þjónustu Lögfræðisstofu Reykjavíkur ekkert gjald, nema ef mál vinnist. Þóknun Lögfræðistofu Reykjavíkur nemur 20% af fjárhagslegum ávinningi hans af málalokum þ.e. af heildarfjárhæð sem innheimt verður. Neytendasamtökin fá 10% af þóknun LR (2 prósentustig) til að standa straum af kostnaði sínum. Engin þóknun er greidd ef engin árangur verður af innheimtunni. Þó er þóknun aldrei lægri en innheimtuþóknun eða málskostnaður sem lánveitanda er gert skylt að greiða samkvæmt dómi. Ef höfða þarf dómsmál til þess að innheimta kröfuna og til þess að slíta fyrningu, er samið sérstaklega um það. Til að koma í veg fyrir fyrningu mögulegrar endurkröfu er hægt að skjóta málinu til Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki. Kostnaður vegna þess (málskotsgjalds og umsýslu) er kr. 15.000, en málskotsgjaldið fæst endurgreitt falli mál að hluta til eða öllu leyti málskotsaðila í vil. 

Takk fyrir áhugann!

 Þetta vefsvæði er kostað af árgjöldum félaga í Neytendasamtökunum.

Ef þú ert ekki þegar í samtökunum biðjum við þig að íhuga að ganga í þau. Árgjaldið er 7.900 kr.