Fréttir

Færð þú ódýrasta rafmagnið?

Rafmagn er algerlega eins hvar á landinu sem það er afhent. Það getur því margborgað sig fyrir neytendur að gera verðsamanburð og beina viðskiptum sínum til þeirra seljenda sem bjóða best. Það getur þó verið tímafrekt að finna bestu kjörin. Í nýjasta tölublaði Neytendablaðsins sem félagsmenn ættu að vera búnir að fá, er fjallað um vefsíður sem auðvelda neytendum lífið hvað þetta varðar. Tvær vefsíður birta samanburð á raforkuverði til heimila; orkusetur.is og aurbjorg.is.

Nú nýlega komst Orkustofnun að þeirri niðurstöðu, eftir kvörtun frá Orku heimilanna, að dreifiveitum rafmagns er óheimilt að setja nýja rafmagnsnotendur sjálfkrafa í viðskipti við það sölufyrirtæki sem dreifiveitan er í eignartengslum við. Það er því viðbúið að fjöldi fólks hafi ekki meðvitað ákveðið af hvaða fyrirtæki það kaupir raforku. Með því að nýta reiknivélar sem sýna verðsamanburð er hægt að meta hvort að það borgi sig að skipta um raforkusmásala. Neytendasamtökin vekja athygli félagsmanna á að öllum er frjálst að skipta við hvaða raforkusmásala sem er, óháð búsetu.

Fréttir í sama dúr

Opnunartími yfir hátíðirnar

Droppshipping – ekki er allt sem sýnist

Afstaða stjórnmálaflokkanna til neytendamála

Breytingar á búvörulögum gegn stjórnarskrá

Aðalfundur Neytendasamtakanna 2024

Ályktanir aðalfundar

Takk fyrir áhugann!

 Þetta vefsvæði er kostað af árgjöldum félaga í Neytendasamtökunum.

Ef þú ert ekki þegar í samtökunum biðjum við þig að íhuga að ganga í þau. Árgjaldið er 7.900 kr.