Fréttir

Fordæmisgefandi dómur

Í gær féll dómur í Hæstarétti sem gæti haft áhrif á stóran hóp íslenskra neytenda. Málið varðar mann sem hafði lent í fjárhagsvandræðum í kjölfar bankahrunsins 2008 og sótti því um greiðsluaðlögun hjá umboðsmanni skuldara. Í þann tíma sem maðurinn naut greiðsluskjóls vegna lána sinna reiknaði viðskiptabanki hans dráttarvexti á kröfur sínar en maðurinn fór þess á leit við bankann að dráttarvextir yrðu felldir niður. Um er að ræða kostnað upp á aðra milljón króna. Bankinn hafnaði kröfum mannsins og fór málið fyrir dómstóla sem komust að þeirri niðurstöðu að bankanum hafi verið óheimilt að reikna dráttarvexti vegna vanskila með vísan til ákvæða laga um  greiðsluaðlögun einstaklinga.

Málið er talið fordæmisgefandi og gæti haft áhrif á nokkur þúsund einstaklinga hér á landi.

Fréttir í sama dúr

Opnunartími yfir hátíðirnar

Droppshipping – ekki er allt sem sýnist

Afstaða stjórnmálaflokkanna til neytendamála

Breytingar á búvörulögum gegn stjórnarskrá

Aðalfundur Neytendasamtakanna 2024

Ályktanir aðalfundar

Takk fyrir áhugann!

 Þetta vefsvæði er kostað af árgjöldum félaga í Neytendasamtökunum.

Ef þú ert ekki þegar í samtökunum biðjum við þig að íhuga að ganga í þau. Árgjaldið er 7.900 kr.