Fréttir

Frelsi neytenda til að nota löglegan gjaldmiðil

Neytendasamtökin lýsa yfir ánægju með hörð viðbrögð neytenda og annarra við þeirri hugmynd að hefta frelsi neytenda til að nota löglegan gjaldmiðil með það að markmiði að sporna við ýmiskonar glæpum. Ef neytendur geta ekki notað seðla í löglegum viðskiptum þá þurfa þeir að greiða hærri upphæðir árlega fyrir þjónustu greiðslufyrirtækja. Með þessu er ekki gert lítið úr alvarleika þeirra glæpa sem stefnt er að draga úr. Leita þarf annarra lausna til að sporna við þessum glæpum. Aðrar þjóðir hafa skipt út eldri seðlum með nýrri útgáfu m.a. til sporna við uppsöfnun seðla í svörtu hagkerfi. Neytendasamtökin vona því að þessar hugmyndir verði ekki teknar upp aftur nema gjaldfrjáls greiðslumiðlun sé komin á áður en takmörk eru sett á notkun seðla.

Fréttir í sama dúr

Bílastæðamál fyrir Hæstarétt

Baráttan um bílastæðin

Neytendablaðið er komið út

Aðalfundur 22. október

Staðan í Vaxtamálinu

Smálánabaráttan

Takk fyrir áhugann!

 Þetta vefsvæði er kostað af árgjöldum félaga í Neytendasamtökunum.

Ef þú ert ekki þegar í samtökunum biðjum við þig að íhuga að ganga í þau. Árgjaldið er 7.900 kr.