Fréttir

Hækkun á bílastæðagjöldum við Leifsstöð

Fram hefur komið að Isavia, sem m.a. sér um rekstur bílastæða við Leifsstöð, muni frá og með 1. apríl nk. hækka gjaldtöku mjög mikið, eða um allt að 117%. Isavia réttlætir þessa hækkun með fjölgun farþega. Væntanlega er þar átt við fjölgun erlendra ferðamanna hingað til lands. Neytendasamtökin minna á að þeir sem nota þessi bílastæði eru ekki erlendir ferðamenn heldur Íslendingar.

Isavia hefur í dag einokun á bílastæðum við Leifsstöð og það er í krafti þeirrar einokunar sem Isavia treystir sér til að hækka verðið jafn mikið og nú er ráðgert. Neytendasamtökin mótmæla þessum hækkunum harðlega og krefjast þess að þær verði dregnar til baka en til vara að þær verði mun minni en gert er ráð fyrir.

Fréttir í sama dúr

Breytingar á búvörulögum gegn stjórnarskrá

Aðalfundur Neytendasamtakanna 2024

Ályktanir aðalfundar

Bílastæðamál fyrir Hæstarétt

Baráttan um bílastæðin

Neytendablaðið er komið út

Takk fyrir áhugann!

 Þetta vefsvæði er kostað af árgjöldum félaga í Neytendasamtökunum.

Ef þú ert ekki þegar í samtökunum biðjum við þig að íhuga að ganga í þau. Árgjaldið er 7.900 kr.