Fréttir

Hagsmuna neytenda verði gætt við afnám gjaldeyrishafta

Stjórn Neytendasamtakanna hefur samþykkt svohljóðandi tillögu:

Neytendasamtökin beina þeim tilmælum til Alþingis, Seðlabanka og fjármálaráðherra að tekið verði fyrst og fremst mið af miklum hagsmunum sem almenningur í landinu hefur af því að rétt sé staðið að afnámi gjaldeyrishafta. Neytendasamtökin minna á það gríðarlega áfall sem heimilin í landinu urðu fyrir í kjölfar efnahagshrunsins haustið 2008. Neytendasamtökin hvetja því stjórnvöld til að vanda til verka og vinna að þjóðarsamstöðu um þær aðgerðir sem áformaðar eru á grundvelli nýrrar lagasetningar þannig að komið verði í veg fyrir verðbólgu, vaxtahækkanir og bresti í lífskjörum og stöðu heimilanna. Slík samstaða þarf að byggjast á því að allri áhættu og ábyrgð af verðbólgu og öðrum sveiflum í efnahagslífi þjóðarinnar sé ekki velt yfir á neytendur eina heldur verði áhættu skipt milli fjármálakerfis og neytenda með því t.d. að setja þak á þær verðbætur sem verðtryggð lán bera. Í þeim efnum er eðlilegt að miða við verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands sem eru 2,5%.

Fréttir í sama dúr

Droppshipping – ekki er allt sem sýnist

Afstaða stjórnmálaflokkanna til neytendamála

Breytingar á búvörulögum gegn stjórnarskrá

Aðalfundur Neytendasamtakanna 2024

Ályktanir aðalfundar

Bílastæðamál fyrir Hæstarétt

Takk fyrir áhugann!

 Þetta vefsvæði er kostað af árgjöldum félaga í Neytendasamtökunum.

Ef þú ert ekki þegar í samtökunum biðjum við þig að íhuga að ganga í þau. Árgjaldið er 7.900 kr.