Fréttir

Inneignarnótur í Geysi

Í kjölfar frétta um að verslunum Geysis hafi verið lokað hafa Neytendasamtökunum borist fyrirspurnir um hvað verði um inneignarnótur og gjafabréf sem fólk á hjá fyrirtækinu.

Þegar þetta er skrifað, er ekki ljóst hvað verður um fyrirtækið, en ef það fer í þrot þá þurfa eigendur inneignarnóta að lýsa kröfum í þrotabúið. Inneignarnótur verða þá almenn krafa í þrotabúið. Almennar kröfur fást því miður sjaldan greiddar þar sem þær fara aftast í kröfubunkann ef svo má orða. Því er ekki ólíklegt að eigendur inneignarnóta og gjafabréfa sitji eftir með sárt ennið og tapaðar kröfur.

Rétt er að hafa í huga að það hefur gerst að nýr rekstraraðili taki við inneignarnótum og neytendur verði því ekki varir við að eigendaskiptin. Ekkert liggur fyrir um áframhaldandi rekstur verslana Geysis að svo stöddu, en rétt er að neytendur varðveiti nótur sínar á meðan málin skýrast.

Sjá frekari upplýsingar um skilarétt og inneignarnótur www.ns.is/skilarettur

Fréttir í sama dúr

Opnunartími yfir hátíðirnar

Droppshipping – ekki er allt sem sýnist

Afstaða stjórnmálaflokkanna til neytendamála

Breytingar á búvörulögum gegn stjórnarskrá

Aðalfundur Neytendasamtakanna 2024

Ályktanir aðalfundar

Takk fyrir áhugann!

 Þetta vefsvæði er kostað af árgjöldum félaga í Neytendasamtökunum.

Ef þú ert ekki þegar í samtökunum biðjum við þig að íhuga að ganga í þau. Árgjaldið er 7.900 kr.