Fréttir

Jóhannes Gunnarsson fyrrum formaður Neytendasamtakanna er látinn

Jóhannes Gunnarsson lést laugardaginn 6. janúar 68 ára að aldri. Jóhannes lærði mjólkurfræði í Danmörku en flutti að námi loknu í Borgarnes og vann þar sem mjólkurfræðingur. Árið 1980 flutti Jóhannes til Reykjavíkur og hóf störf hjá Verðlagsstofnun þar sem hann hafði umsjón með verðkönnunum. Hann settist í stjórn Neytendasamtakanna árið 1978 og var kosinn formaður sex árum síðar. Fram til ársins 1990 sinnti hann formennskunni samhliða starfi sínu hjá Verðlagsstofnun en settist þá í stól launaðs formanns og sinnti því nær sleitulaust fram til ársins 2016 þegar hann lét af embætti. Í janúar 2017 var Jóhannes gerður að heiðursfélaga Neytendasamtakanna fyrir starf sitt í þágu neytenda. Neytendasamtökin og neytendur á Íslandi eiga Jóhannesi mikið að þakka fyrir linnulausa baráttu hans fyrir bættum hag neytenda.

Jóhannes var tvíkvæntur og lætur eftir sig fjögur uppkomin börn og eina fósturdóttir.

Neytendasamtökin senda aðstandendum Jóhannesar innilegar samúðarkveðjur og munu halda gildum og baráttu Jóhannesar áfram í þágu allra neytenda. 

Fréttir í sama dúr

Bílastæðamál fyrir Hæstarétt

Baráttan um bílastæðin

Neytendablaðið er komið út

Aðalfundur 22. október

Staðan í Vaxtamálinu

Smálánabaráttan

Takk fyrir áhugann!

 Þetta vefsvæði er kostað af árgjöldum félaga í Neytendasamtökunum.

Ef þú ert ekki þegar í samtökunum biðjum við þig að íhuga að ganga í þau. Árgjaldið er 7.900 kr.