Fréttir

Leigjendamál á fundi fólksins

Fundur fólksins var haldinn í Hofi á Akureyri um liðna helgi, en þetta er í þriðja skipti sem fundurinn er haldinn og tóku Neytendasamtökin virkan þátt eins og undanfarin ár. Neytendasamtökin stóðu fyrir pallborðsumræðum um stöðu leigjenda þar sem voru Þorsteinn Víglundsson húsnæðismálaráðherra, Logi Einarsson þingmaður Samfylkingarinnar, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir frá hagdeild ASÍ og Hrannar Már Gunnarsson frá Neytendasamtökunum. Voru fundarmenn sammála um að bregðast þyrfti við þeim skorti sem er á húsnæðismarkaði en hann væri að miklu leyti rót vandans. 
Neytendasamtökin tóku einnig þátt í viðburði með Norræna félaginu sem snerist um umhverfismál sem og viðburði sem AkureyrarAkademían stóð fyrir ásamt Umhverfisstofnun þar sem umfjöllunarefnið var siðræn neysla. Þá voru samtökin með sérstakan bás á svæðinu þar sem fulltrúar samtakanna fræddu gesti og gangandi um starfið sem unnið er hjá samtökunum.

Fréttir í sama dúr

Droppshipping – ekki er allt sem sýnist

Afstaða stjórnmálaflokkanna til neytendamála

Breytingar á búvörulögum gegn stjórnarskrá

Aðalfundur Neytendasamtakanna 2024

Ályktanir aðalfundar

Bílastæðamál fyrir Hæstarétt

Takk fyrir áhugann!

 Þetta vefsvæði er kostað af árgjöldum félaga í Neytendasamtökunum.

Ef þú ert ekki þegar í samtökunum biðjum við þig að íhuga að ganga í þau. Árgjaldið er 7.900 kr.