Aukefni í mat

Aukefni geta verið allt frá mjög umdeildum efnum sem eru leyfð í einstaka vörum yfir í mjög örugg efni. Kynntu þér málið.

Vel yfir 300 aukefni í mat eru leyfð í ríkjum Evrópusambandsins og á Evrópska efnahagssvæðinu. Efnin eru öll metin örugg til neyslu af Matvælastofnun Evrópu þótt notkun margra þeirra sé háð einhverjum takmörkunum. Aukefnalistinn getur tekið breytingum í takt við nýjustu rannsóknir en út frá sjónarhóli neytenda má segja að breytingarnar séu oft heldur hægar.

Einfalt og auðskilið

Frönsku neytendasamtökin Que Choisir hafa sett upp mjög aðgengilegt yfirlit yfir öll aukefni sem leyfð eru í mat. Sérfræðingar samtakanna hafa raðað efnunum í fjóra flokka og fjóra liti, sem gerir framsetninguna einfalda og sjónræna. Listinn er uppfærður reglulega til samræmis við nýjustu rannsóknir.

Flokkur 1 grænn
(121 efni)
Aukefni sem eru fullkomlega örugg til neyslu.

Flokkur 2 gulur
(113 efni)
Aukefni sem eru almennt örugg en gætu valdið viðbrögðum hjá viðkvæmum.

Flokkur 3 appelsínugulur
(76 efni)
Aukefni sem tæplega er hægt að mæla með.

Flokkur 4 rauður
(24 efni)
Aukefni sem neytendur ættu að forðast.

 

Litaefnið E 101 ríbóflavín er í raun B2 vítamín og þykir mjög öruggt til neyslu. Það getur gulan lit.

 

E 202 tartrasín og E 104 kínólíngult flokkast hins vegar sem asó-litarefni. Þau eru ennþá leyfð í matvælum en skylt er að setja vara við því á umbúðum að efnið geti haft neikvæð áhrif á ofvirkni barna. Neytendasamtök í Evrópu hafa hvatt framleiðendur til að hætta notkun á þessum efnum. Þau finnast ennþá hér á landi, aðallega í sælgæti frá löndum utan Evrópu og í matarlit.

 


Rotvarnarefnið E 211 natríumbensóat er nokkuð algengt. Frönsku neytendasamtökn mæla gegn neyslu þess.

 

Hér má sjá tvö efni sem flokkast sem þrávarnarefni; E 322, lesítin og E 325 natríumlaktat. Bæði efnin fá grænt ljós hjá frönsku neytendasamtökunum

 

Litarefnið E 174 silfur er ekki mjög algengt í matvælum er einna helst notað sem skraut. Flokkur þrjú, sá appelsínuguli, merkir að Que Choisir geta vart mælt með neyslu.

Sjá gagnagrunnin í heild hér. 

Deila:

Facebook
Twitter
Póstur

Fleira áhugavert

Litarefni í mat gefa lífinu lit en þau eru jafn ólík og þau eru mörg. Sum eru náttúruleg á meðan önnur eru gerfiefni sem
Það færist í vöxt að fólk kaupi vörur af netinu í gegnum það sem kallast á ensku „dropshipping“, hvort sem fólk gerir sér grein
Gjaldtaka og arðsemi íslensku bankanna - rýnt í ársskýrslur.

Takk fyrir áhugann!

 Þetta vefsvæði er kostað af árgjöldum félaga í Neytendasamtökunum.

Ef þú ert ekki þegar í samtökunum biðjum við þig að íhuga að ganga í þau. Árgjaldið er 7.900 kr.