CABAS tjónaviðgerðarmat

CABAS- tjónaviðgerðarmat á bílaleigubílum er ekki nægjanlegt til að krefja neytendur um bætur.

Bílaleigur þurfa að sýna fram á raunverulegt tjón

Í gegnum tíðina hefur einn af algengustu málaflokkunum sem Evrópska neytendaaðstoðin (ECC) á Íslandi fær á sitt borð frá erlendum ferðamönnum verið vegna viðskipta þeirra við bílaleigur hér á landi, en aðstoðin er fjármögnuð að hluta af Evrópusambandinu.

Þó kvörtunarefnin séu misjöfn að þá hefur verið nokkuð kvartað vegna uppgjörs á tjónum sem hafa átt sér stað á meðan leigutíma stóð. Ferðamenn hafa þá verið undrandi á upphæðum tjónareikninga, sem skýrist stundum á hærri verðlagi hér á landi en annarstaðar í Evrópu, en líka vegna þess hvernig bílaleigurnar reikna út tjónið. Sumar bílaleigur hafa til dæmis rukkað fyrir fyrir meint tjón eingöngu á grundvelli tjónaviðgerðarmats (svokallað CABAS-mat). Að mati Neytendasamtakanna og ECC á Íslandi að þá er slíkt mat ekki verið fullnægjandi grundvöllur fyrir tjónakröfu enda liggur t.d. ekki fyrir að gert hafi verið við bifreiðirnar. Þá er algengt er að CABAS-mat sé framkvæmt einungis út frá ljósmyndum og lýsingu bílaleigu á tjóni. Þá hafa einnig borist mál þar sem bílaleigur hafa rukkað fyrir meint tjón út frá CABAS-mati sem á við um aðra bílategund sem talin er „sambærileg“.

Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa hefur komist að þeirri niðurstöðu í nokkrum málum að ekki sé nægjanlegt fyrir bílaleigur að rukka viðskiptavini sína eingöngu út frá CABAS tjónaviðgerðarmati. Telur nefndin að slíkt mat eitt og sér geti ekki talist fullnægjandi til sýna fram á raunverulegt fjárhagslegt tjón bílaleigunnar. Þarna skiptir ekki síst máli að bílaleigur hafa ekki geta sýnt fram á að hafa raunverulega greitt fyrir viðgerðir og að ekki hafi verið lögð fram staðfesting á því hvort tjónið hafi fengist bætt frá tryggingafélagi bílaleigunnar í heild eða að hluta.

Ef rýnt er í úrskurði kærunefndar má draga þá ályktun að ef bílaleigur ætla að rukka leigutaka fyrir tjón sem þeir hafa valdið á bifreiðum þá beri bílaleigu að lágmarki að sýna fram á raunverulegt fjárhagslegt tjón sitt. Það sé til dæmis gert með staðfestingu á að bílaleiga hafi raunverulega gert við bifreiðina, að sú viðgerð hafi verið vegna tjóns sem leigutaki olli og að bifreiðin hafi ekki verið tryggð fyrir slíku tjóni.

Deila:

Facebook
Twitter
Póstur

Fleira áhugavert

Aukefni geta verið allt frá mjög umdeildum efnum sem eru leyfð í einstaka vörum yfir í mjög örugg efni. Kynntu þér málið.
Neytendasamtökin hafa í gegnum árin staðið með neytendum gegn smálánaóværunni. Sú barátta hefur verið bæði löng og ströng.

Takk fyrir áhugann!

 Þetta vefsvæði er kostað af árgjöldum félaga í Neytendasamtökunum.

Ef þú ert ekki þegar í samtökunum biðjum við þig að íhuga að ganga í þau. Árgjaldið er 7.900 kr.