Fatasóun

Fatasóun færist í vöxt enda er heimurinn stútfullur af nýjum og notuðum fötum.

Jarðarbúar kaupa sífellt meira af nýjum fötum og er talið að eftirspurnin eigi eftir að þrefaldast til ársins 2050.Það er ekki síst vegna stækkandi millistéttar í fjölmennustu löndum heims, Kína og Indlandi. Sífellt meiri ásókn í ræktunarland setur takmörk á það hversu mikið er hægt að framleiða af bómull og þá eru jafnvel teikn á lofti um að framleiðsla á ýmsum gerviefnum sé að ná þolmörkum. Mengunin sem hlýst af framleiðslu á fatnaði er mikil. Talið er að fimmtungur vatnsmengunar í heiminum sé tilkomin vegna textílframleiðslu og um fjórðungur allra kemískra efna sem framleidd eru í heiminum eru notuð í fataframleiðslu.

Árlega eru framleiddar 10-18 flíkur á hvert einasta mannsbarn í heiminum (80-150 milljarður flíka). Sú ónákvæmni sem hér birtist stafar af því að framleiðendur gefa almennt ekki upp fjöldann. Einhver fyrirtæki gefa upp magnið í tonnum en ekki fjölda flíka.

Ofgnótt af notuðum fötum

Eftirspurn eftir notuðum fatnaði á Vesturlöndum er lítil og er langstærstur hluti af því sem skilar sér á endurvinnslustöðvar og í góðgerðarmál er sent til fátækari landa. Í Bretlandi fara til dæmis um 10-20% af notuðum fötum í endursölu í verslunum Oxfam og annarra góðgerðarsamtaka. Restin er seld til dreifingaraðila sem flokka fötin og selja áfram til landa eins og Pakistan og Malasíu þar sem þau eru seld eða endurunnin. Mörg lönd hafa þó fengið sig fullsödd af fatasendingum frá Vesturlöndum, sér í lagi í Afríku enda fatamagnið óhóflegt. Fötin sem fara í sölu keppa við innlenda framleiðslu sem víða hefur látið undan síga en stór hluti endar sem úrgangur með tilheyrandi umhverfisáhrifum. Sjá skýrslu Greenpeace um fatasendingar frá Vesturlöndum sem dulbúnar eru sem góðgerðarmál en enda umhverfisvandamál íbúanna.

Sjá áhugavert um fatasóun:

Saman gegn sóun

Leiðbeiningastöð heimilanna

 

 

Deila:

Facebook
Twitter
Póstur

Fleira áhugavert

Aukefni geta verið allt frá mjög umdeildum efnum sem eru leyfð í einstaka vörum yfir í mjög örugg efni. Kynntu þér málið.
Neytendasamtökin hafa í gegnum árin staðið með neytendum gegn smálánaóværunni. Sú barátta hefur verið bæði löng og ströng.

Takk fyrir áhugann!

 Þetta vefsvæði er kostað af árgjöldum félaga í Neytendasamtökunum.

Ef þú ert ekki þegar í samtökunum biðjum við þig að íhuga að ganga í þau. Árgjaldið er 7.900 kr.