Hvað er pakkaferð?

Réttarstaða þeirra sem kaupa pakkaferð er ríkari en þeirra sem kaupa t.d. flug sér og gistingu sér á eigin vegum.

Alferð/Pakkaferð er samsettur pakki sem inniheldur alla vega tvö atriði af eftirtöldu: flutningi, gistingu eða annarri þjónustu við ferðamenn sem tekur til verulegs hluta ferðarinnar. Þá er það skilgreiningaratriði að þjónustan taki til alla vega 24 klukkustunda eða að í henni felist gisting.

Dæmigerðar sólarlandaferðir sem keyptar eru í einum pakka (iðulega flug og gisting og jafnvel hálft eða fullt fæði) teljast því t.a.m. vera alferðir.

Um alferðir gilda sérstök lög sem Neytendastofa hefur eftirlit með. Alferðalögin byggja á sérstakri Evróputilskipun um pakkaferðir, sem var sett í þeim tilgangi að samræma reglur aðildarríkjanna um pakkaferðir, og má því ætla að réttindi neytenda við kaup á alferð séu sambærileg í öllum aðildarríkjum EES. Alferðalögin kveða m.a. á um ýmis vanefndaúrræði neytenda ef ferðin er ekki eins og um var samið en gott er að hafa í huga að hafi neytendur eitthvað við framkvæmd alferðar að athuga er ákaflega mikilvægt að kvarta strax við fararstjóra eða ferðasala.

Deila:

Facebook
Twitter
Póstur

Fleira áhugavert

Það færist í vöxt að fólk kaupi vörur af netinu í gegnum það sem kallast á ensku „dropshipping“, hvort sem fólk gerir sér grein
Aukefni geta verið allt frá mjög umdeildum efnum sem eru leyfð í einstaka vörum yfir í mjög örugg efni. Kynntu þér málið.

Takk fyrir áhugann!

 Þetta vefsvæði er kostað af árgjöldum félaga í Neytendasamtökunum.

Ef þú ert ekki þegar í samtökunum biðjum við þig að íhuga að ganga í þau. Árgjaldið er 7.900 kr.