Hvernig skal kvarta

Þegar upp koma vandamál í tengslum við pakkaferð er mikilvægt að kvarta sem fyrst og við réttan aðila

Þegar ferðamaður verður var við einhverja vanefnd í tengslum við pakkaferð er mikilvægt fyrir hann að grípa til viðeigandi ráðstafanna. Gott ráð er að hafa öll samskipti skrifleg og afla gagna eins og kostur er, t.d. ljósmyndir af ófullnægjandi gistiaðstöðu o.s.frv.

 

Fyrir pakkaferð

Ef ferðamaður verður var við einhverja annmarka áður en ferð hefst að þá er best að senda skriflegt erindi á ferðaskrifstofuna og fara fram á skýringar/úrbætur. 

Mikilvægt er að hafa samskipti skrifleg, eða þá að óska eftir skriflegri staðfestingu í kjölfar munnlegra viðræðna við ferðaskrifstofu.

 

Í pakkaferð

Ef vandamál koma upp á meðan pakkaferð stendur að þá eru nokkrir aðilar sem ferðamaður getur beint aðfinnslum sínum að. Gjarnan er nærtækast að hafa samband við fararstjóra (ef slíkur aðili er í ferðinni) og þjónustuveitandann á staðnum (t.d. hótelið ef kvörtunin beinist að gistiaðstæðum).

Það er þó alltaf ráðlegt að senda jafnframt skriflegt erindi til ferðaskrifstofunnar sjálfrar. Þannig getur ferðamaður sýnt fram á að hann hafi sent kvörtun til rétts aðila og veitt honum færi á að framkvæma úrbætur.

 

Eftir pakkaferð

Ef pakkaferð er lokið og upp komu vandamál eða annmarkar, þá er best að byrja á að senda skriflega kvörtun á ferðaskrifstofuna. 

Ef ferðamaður og ferðaskrifstofa komast ná ekki að komast að samkomulagi í máli þá getur þurft að leita til annarra úrræða.

Neytendasamtökin taka að sér milligöngu í málum fyrir félagsmenn með það að leiðarljósi að ná samkomulagi í málum.

Ef ekki tekst að komast að samkomulagi, eða mál þess eðlis að ólíklegt er að sátt náist, þá geta neytendur sem keypt hafa pakkaferð af íslenskri ferðaskrifstofu leitað til Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa. Hægt er að senda inn kvörtun til nefndarinnar rafrænt á heimasíðu hennar www.kvth.is.

Deila:

Facebook
Twitter
Póstur

Fleira áhugavert

Fyrir allan peningin

Helstu tryggingar

Aukefni í mat

Smálánabaráttan

Кібершахрайство  – які ваші права?

Комерційне спостереження

Кібершахрайство – будьте обережні!

Фейк у Facebook

Neytendafréttir í svipuðum dúr

Deila:

Facebook
Twitter
Póstur

Fleira áhugavert

Aukefni geta verið allt frá mjög umdeildum efnum sem eru leyfð í einstaka vörum yfir í mjög örugg efni. Kynntu þér málið.
Neytendasamtökin hafa í gegnum árin staðið með neytendum gegn smálánaóværunni. Sú barátta hefur verið bæði löng og ströng.

Takk fyrir áhugann!

 Þetta vefsvæði er kostað af árgjöldum félaga í Neytendasamtökunum.

Ef þú ert ekki þegar í samtökunum biðjum við þig að íhuga að ganga í þau. Árgjaldið er 7.900 kr.