Mega seljendur neita því að taka við reiðufé?

Það hefur færst í vöxt að seljendur taki einungis við rafrænum greiðslum. Margir neytendur eru ósáttir við þetta fyrirkomulag og fá Neytendasamtökin ítrekað fyrirspurnir um það hvort þetta megi.

Stutta svarið er að seljendum ber ekki skylda til að taka við reiðufé. Þeir geta því neitað fólki um að greiða með seðlum og krafist rafrænnar greiðslu með korti eða síma.

Í svari Seðlabanka Íslands við fyrirspurn samtakanna segir m.a.:

„Samkvæmt lögum nr. 22/1968 um gjaldmiðil Íslands eru peningaseðlar og mynt sem Seðlabanki Íslands lætur gera og gefa út lögeyrir í allar greiðslur hér á landi með fullu ákvæðisverði, sbr. 3. gr. laganna. Hins vegar er ekkert sem bannar seljanda vöru og þjónustu að krefjast þess að greiðsla sé innt af hendi með tilteknum hætti, hvort sem sú krafa er að einungis sé greidd með reiðufé eða rafrænum hætti.“

Afstaða bankans er því skýr og þess má geta að þessi umræða á sér einnig stað í nágrannalöndunum. Það er afstaða Neytendasamtakanna að tryggja verði jafnan aðgang að greiðslumiðlun óháð stétt og stöðu. Fulltrúi samtakanna í greiðsluráði Seðlabankans hefur haldið þeim sjónarmiðum á lofti. Þá benda samtökin á að jaðarsettir hópar verða verst úti þegar höft eru sett á reiðufjárnotkun.
Stjórn Neytendasamtakanna hefur ályktað um málið, sjá hér.

Deila:

Facebook
Twitter
Póstur

Fleira áhugavert

Ítarleg kortlagning hefur verið gerð á PFAS menguðum svæðum í Evrópu. Erfitt ef ekki ómögulegt getur reynst að hreinsa slík svæði.
Litarefni í mat gefa lífinu lit en þau eru jafn ólík og þau eru mörg. Sum eru náttúruleg á meðan önnur eru gerfiefni sem
Það færist í vöxt að fólk kaupi vörur af netinu í gegnum það sem kallast á ensku „dropshipping“, hvort sem fólk gerir sér grein

Takk fyrir áhugann!

 Þetta vefsvæði er kostað af árgjöldum félaga í Neytendasamtökunum.

Ef þú ert ekki þegar í samtökunum biðjum við þig að íhuga að ganga í þau. Árgjaldið er 7.900 kr.