Njósnahagkerfið

Þegar þú notar eitthvað ókeypis á netinu, er afar líklegt að þú sért söluvaran. Kynntu þér málið.

Netið hefur umbylt lífi okkar á undraskömmum tíma. Við erum nánast sítengd og höfum allar heimsins upplýsingar við höndina, eða réttara sagt við fingurgómana í gegnum allskyns snjallforrit og vefsíður sem við fyrstu sýn virðast flestar hverjar vera ókeypis notendum.

En þegar að er gáð er gjaldið sem við greiðum tvíþætt, annarsvegar er auglýsingum beint að okkur og hins vegar eru upplýsingar um okkur safnað saman. Upplýsingarnar eru síðan seldar hæstbjóðanda sem getur þannig ýtt að okkur fleiri auglýsingum eða öðru efni til að hafa áhrif á val okkar og skoðanir.

Við leitum á Google, Google leitar á okkur. Við notum samfélagsmiðla, þeir nota okkur. Jafnvel þvottavélin okkar hefur persónuverndarstefnu og heimtar aðgang að myndavél, tengiliðalista og staðsetningu notandans. Getur verið að persónuverndarstefnur sem við undirgöngumst séu í raun persónunjósnastefnur?

Gífurlegu magni upplýsinga um okkur er safnað, það flokkað og tengt saman með og án samþykkis okkar. Stór og smá fyrirtæki safna upplýsingum um hvað okkur líkar, hvað við kaupum, andlega og líkamlega heilsu okkar, kynhneigð, staðsetningu og stjórnmálaskoðanir. Að auki heimta sum forrit að fá aðgang að myndunum þínum, myndavélinni, hljóðnemanum, tengiliðalistanum, dagatalinu þínu og svo má lengi telja. Og algrímið veit oft á tíðum meira um okkur en við sjálf.

Þúsundum upplýsingabrota er safnað um hvert og eitt okkar og þau lögð saman í heildstæða mynd undir því yfirskyni að sníða efni og auglýsingar að okkur. Þessar persónuupplýsingarnar ganga kaupum og sölum, rétt eins og um hverja aðra markaðsvöru sé að ræða, og hæstbjóðandi fær aðgang að okkur með það fyrir augum að hafa áhrif á val okkar og skoðanir. Þannig geta óprúttnir aðilar keypt aðgang að upplýsingunum neytenda og ýtt að þeim efni til að fá þá til að snúast á þá sveif sem þeir vilja, eins og dæmin því miður sanna. Þannig er allt lýðræðið undir.

Njósnahagkerfið (e. Surveillance economy) snýr að notkun söfnun og hagnýtingu persónuupplýsinga með hagnaðarsjónarmið að leiðarljósi. Hugtakið varð til þegar auglýsingafyrirtæki, líkt og Google AdWords, hófu að nýta sér persónulegar upplýsingar til að ýta auglýsingum að notendum.

Þegar þú notar eitthvað ókeypis á netinu, er afar líklegt að þú sért söluvaran. Öll fyrirtæki þurfa tekjur til að lifa af. Oft fá netfyrirtæki tekjur af auglýsingum, en einnig með því að selja öðrum upplýsingar um þig; hvað þú skoðar, hvað þú kaupir, staðsetningu þína, líkamlega og andlega heilsu þína og svo framvegis. Víðtæk gagnasöfnun getur haft ýmsa kosti í för með sér fyrir einstaklinga og samfélag, svo sem sjálfvirknivæðingu, sjálfbæra þróun og skilvirkni þjónustu. En óheft söfnun og vinnsla persónuupplýsinga, að ekki sé talað um viðkvæmar persónuupplýsingar, með hrein hagnaðarsjónarmið að leiðarljósi getur sett frelsi einstaklingsins í hættu, ógnað sjálfsákvörðunarrétti, almennri velsæld og þegar verst lætur, stofnað lýðræðinu í hættu.

Sumar af algengustu leiðunum til að fylgjast með og safna upplýsingum um okkur eru:
– Með því að fylgjast með síðum sem þú heimsækir og hvaða efni þú skoðar á þeim
– Með því að fylgjast með því sem þú skrifar í veffangastikuna
– Með því að greina hvar þú staldrar við á síðu og hversu lengi
– Með því að fylgjast með ferðum þínum í gegnum GPS staðsetningartæki símans þíns og Bluetooth Beacons, t.d. hvað þú skoðar í búðum
– Með því að „hlera“ tölvupóstsamskipti og fyrirspurnir í leitarvélum
– Með skráningu þess sem þú kaupir með korti
– Í gegnum IP tölur (sem er nokkurs konar heimilisfang nettengdra tækja)
– Með því að rekja feril bendilsins þíns í tölvunni og á hvað þú smellir
– Með samþættingu upplýsinga frá mismunandi tækjum eiganda (e. Cross tracking)
– Með nákvæmu eftirliti með notkun forrita í símum og tölvum

Ofgnótt upplýsinga er safnað um okkur úr öllum áttum. Þegar gögnin eru tekin saman gefa þau flókna mynd af okkur sem einstaklingum og sýna hvað við gerum í daglegu lífi okkar, leyndar þrár og viðkvæmustu augnablikin okkar. Þessar umfangsmiklu kerfisbundnu njósnir eru á skjön við grundvallarréttindi okkar og hægt að nota til að mismuna, ráðskast með og misnota okkur. Þá bendir nýleg skýrsla Amnesty International á að njósnahagkerfið sé alvarleg ógn við grundvallar mannréttindi eins og skoðanafrelsi, tjáningarfrelsi, jafnræði og jafnrétti.

Skýrsla norsku neytendasamtakanna afhjúpar margvíslegar skaðlegar afleiðingar sem njósnahagkerfið hefur á einstaklinga og samfélagið:

Vald

Fyrirtæki með yfirgripsmikla og góða þekkingu um okkur geta mótað skilaboð sín í tilraunum til að ráðskast með okkur þegar við erum næm, til dæmis til að hafa áhrif á kosningar eða til að auglýsa megrunarvörur, óhollan mat eða fjárhættuspil.

Mismunun

Ógegnsæi og sjálfvirkni njósnahagkerfisins eykur hættuna á mismunun, til dæmis með því að útiloka neytendur á grundvelli tekna, kyns, kynþáttar, þjóðernis eða kynhneigðar, staðsetningu eða með því að láta tiltekna neytendur borga meira fyrir vörur eða þjónustu.

Upplýsingaóreiða

Ógerningur getur reynst að fylgjast með þeim skilaboðum sem fólk fær, hvort sem er með auglýsingum eða öðru efni og frá hverjum þau koma í raun. Það getur ýtt undir upplýsingaóreiðu, sem erfitt er að sporna við eða leiðrétta.

Aðför að samkeppni

Njósnahagkerfið ívilnar stærri fyrirtækjum sem geta safnað og unnið úr ofgnótt upplýsinga, á kostnað smærri fyrirtækja og gerir þeim erfitt fyrir að keppa á jafnréttisgrundvelli, sem hefur þannig neikvæð áhrif á fyrirtæki sem virða grundvallarréttindi neytenda.

Öryggisógn

Þegar þúsundir fyrirtækja safna og vinna úr gífurlegu magni af persónuupplýsingum eykst hættan á persónuupplýsingaþjófnaði, svikum og fjárkúgun. NATO hefur lýst því yfir að  gagnasöfnun sem þessi sé þjóðaröryggisógn.

Brot á persónuvernd

Söfnun, miðlun og notkun persónuupplýsinga á sér stað því sem næst stjórnlaust, bæði hjá þekktum stórfyrirtækjum og fyrirtækjum sem fæstir neytendur kannast við. Neytendur hafa litla sem enga leið til að vita eða hafa áhrif á hvaða gögnum er safnað, með hverjum upplýsingum er deilt eða hvernig þær eru notaðar.

Auðvitað eiga stjórnvöld að banna njósnahagkerfið og fyrir því berjast Neytendasamtökin, fjöldi erlendra samtaka, fyrirtækja og einstaklinga. Þar til það næst eru hér sjö leiðir til að sporna við upplýsingasöfnun um þig.

  1. Lagaðu persónuverndarstillingarnar þínar

Þó einhver upplýsingasöfnun á netinu sé nánast óhjákvæmileg eru ýmsar leiðir til að takmarka þær upplýsingar sem þú heimilar að sé safnað. Í flestum vöfrum er hægt að laga persónuverndarstillingarnar þínar.

Í símum og öðrum farandtækjum: Slökktu á staðsetningarþjónustu og annarri upplýsingasöfnun þegar hún er óþörf og ekki í notkun.

Í tölvum: Notaðu örugga netvafra og kannaðu hvaða síður eru að fylgjast með þér.

Í snjalltækjum svo sem sjónvörpum, þvottavélum, ísskápum osfrv.: Afþakkaðu öpp og þjónustur sem þú vilt ekki að fylgist með þér.

  1. Afþakkaðu vafrakökur (e. Cookies) þegar þú getur

Þegar þú sækir nýja vefsíðu skaltu einfaldlega smella á „nei“ þegar þú ert beðinn um leyfi til að safna vafrakökum. Þó að þetta kunni að hamla einhverri virkni, þá er það þess virði fyrir öryggi þitt og græjunnar þinnar.

  1. Takmarkaðu persónuupplýsingarnar sem þú deilir á samfélagsmiðlum

Ekki deila of miklum upplýsingum á samfélagsmiðlum. Ekki taka þátt í samfélagsmiðlaleikjum sem krefjast aðgangs að óþarfa upplýsingum um þig, svo sem myndunum þínum og vinalista.

Skoðaðu persónuverndarstillingar á samfélagsmiðlum. Þú gætir viljað takmarka hverjir geta skoðað færslurnar þínar. Er nauðsynlegt að geta upp hvar eða hvenær þú fæddist?

  1. Notaðu sterk lykilorð

Búðu alltaf til sterk lykilorð, líka á samfélagsmiðlum til að koma í veg fyrir að aðrir skrái sig inn á þá í þínu nafni. Þetta þýðir að nota blöndu af að minnsta kosti 12 tölustöfum, sértáknum og há- og lágstöfum. Notaðu auðkenningu í gegnum síma þar sem það er í boði.

  1. Vafraðu varlega um víðan vef

Notaðu vafra sem ekki safna upplýsingum um þig. Íhugaðu að vafra í huliðsham (e. Private Mode eða Incognito). Athugaðu að þó þú notir huliðsham geta sumir vafrar og vefsíður engu að síður fylgst með þér.

Ekki taka þátt í leikjum á samfélagsmiðlum sem krefjast aðgangs að upplýsingum um þig og vini þína. Samþykktu einungis vinabeiðni á samfélagsmiðlum ef þú þekkir manneskjuna raunverulega og hefur gengið úr skugga um að hún sé raunverulega sú sem hún segist vera.

  1. Notaðu aðra leitarvél

Flestir nota Google leitarvélina og langflestir kannast við sögnina að gúggla. En ekki gera sér allir grein fyrir að Google og fleiri leitarvélar í þeim dúr safna og selja upplýsingar um leitirnar þínar og vefsíðurnar sem þú sækir. Segja má að þegar þú leitir á þeim, leiti þær á þig.

Notaðu leitarvélar, eins og DuckDuckGo, StartPage og fleiri, sem ekki selja upplýsingar um þig.

  1. Smelltu örugglega, en ekki á allt

Vefveiðar (Phishing) er ein af þeim leiðum sem tölvuþrjótar nota til að komast yfir upplýsingar um þig. Með þeim reyna svindlarar að blekkja þig til að gefa upp verðmætar og persónulegar upplýsingar. Oft er það gert með afar vel gerðum tölvupóstum sem virðast vera frá virðulegum fyrirtækjum, þar sem þér er sagt að smella á tengil til að staðfesta þetta eða koma í veg fyrir hitt. Eins senda þrjótarnir skilaboð á samfélagsmiðlum sem virðast vera frá vini sem segir frá einhverju verulega sniðugu sem þú þarft bara að smella á til að sjá.

Áður en þú smellir á grunsamlega tengla skaltu beina bendilinn yfir tengilinn til að skoða slóðina sem birtist þar. Ef þú þekkir ekki slóðina skaltu ekki smella, heldur setja þig í samband við sendandann og spyrja hvort þetta sé raunverulegt eða svindl.

Neytendasamtökin ásamt á sjötta tug neytenda- og mannréttindasamtaka sendu stjórnvöldum beggja vegna Atlantsála kröfu um bann við þessu persónunjósnahagkerfi árið 2021. Nú er baráttunni haldið áfram, enda ekki vanþörf á. Sjá nánar hér.

Í áskoruninni, sem finna má hér á ensku, segir í lauslegri þýðingu:

„Auglýsingar byggðar á eftirliti með einstaklingum tröllríða nú netheimum og valda bæði neytendum og fyrirtækjum ýmiss konar skaða. Með bréfi þessu er kallað eftir viðbrögðum stjórnvalda beggja vegna Atlantsála. Evrópusambandið er hvatt til þess að taka til athugunar að banna að byggja auglýsingar á eftirliti, innan ramma stafrænnar þjónustulöggjafar ESB. Stjórnvöld í Bandaríkjunum eru hvött til að taka upp víðtæka löggjöf varðandi friðhelgi einkalífsins. Við erum breiðfylking neytendasamtaka, mannréttindasamtaka, frjálsra félagasamtaka og fræðafólks sem hefur margháttaðar áhyggjur af því kerfisbundna eftirliti sem býr að baki flestum auglýsingum á netinu. Á undanförnum árum hefur eftirlitshagkerfið stækkað hratt og nánast allt það sem neytendur aðhafast, hvort heldur er á netinu eða utan þess, er skráð, því safnað saman og deilt, með það fyrir augum að einstaklingsmiða auglýsingar.

Eftirlitshagkerfinu er stundum ranglega lýst sem einhvers konar samkomulagi sem felst í því að neytendur leyfa fyrirtækjum að fylgjast með sér gegn því að fá aðgang að rafrænu efni. Meðfylgjandi skýrsla norsku neytendasamtakanna sýnir hins vegar að meirihluti neytenda kærir sig ekki um að fylgst sé með netnotkun þeirra. Umfang þessa eftirlits gerir þó að verkum að neytendum er nánast ómögulegt að komast hjá því og gerð einstaklingssniðs sem því fylgir. Auglýsingar byggðar á eftirliti draga því fram ýmiss konar álitamál varðandi friðhelgi einkalífsins, en þær valda jafnframt fjölmörgum öðrum vandamálum eða magna þau upp. Ný skýrsla norsku neytendasamtakanna sýnir að auglýsingar sem byggja á eftirliti ýta undir kerfisbundna markaðsmisnotkun og mismunun, ógna þjóðaröryggi og fjármagna falsfréttir og svikastarfsemi, auk þess sem þær grafa undan eðlilegri samkeppni og hamla gegn því að þeir sem framleiða efni á netinu hafi af því eðlilegar tekjur. Þetta hefur skaðleg áhrif á bæði neytendur og fyrirtæki og getur grafið undan lýðræðinu.

Þó auglýsingar séu mikilvæg tekjulind fyrir auglýsendur og seljendur auglýsinga, réttlætir það ekki gríðarlega öflug eftirlitskerfi til að geta „sýnt rétta fólkinu réttu auglýsinguna“. Til eru aðrar auglýsingaaðferðir sem byggja ekki á njósnum um einstaklinga, og sýnt hefur verið fram á að slíkar leiðir má nota án þess að það hafi marktæk áhrif á tekjur.

Hið kerfisbundna eftirlit sem við búum við á auglýsingamarkaði getur ekki á nokkurn hátt talist vera sanngjarn gagnvart neytendum. Við köllum eftir eindreginni og skýrri afstöðu og vonumst til þess að Evrópusambandið íhugi bann við auglýsingum byggðum á eftirliti, innan ramma stafrænnar þjónustulöggjafar ESB, og að Bandaríkin komi á laggirnar löngu tímabærri alríkislöggjöf um friðhelgi einkalífsins.“

Hér eru upplýsingar um aðgerðir norsku systursamtaka Neytendasamtakanna um njósnahagkerfið

Hér er herferð BEUC, Evrópsku neytendasamtakanna

Last week með John Oliver fjallaði um njósnahagkerfið

Hér er að finna upplýsingar um verkefnið None of Your Business

Þá hefur austurríska persónuverndarstofnunin bannað þarlendum fyrirtækjum að nota greiningarvél Google (e. Google Analytics).

Leikstjórn: Reynir Lyngdal
Handrit:  Bergur Ebbi og Reynir Lyngdal
Framleiðandi: Reynir Lyngdal
Aðstoðarleikstjóri: Guðgeir “Don Gucci” Arngrímsson
Kvikmyndataka: Ásgrímur Guðbjartsson
1st AC: Daníel Gylfason
Gaffer: Geir Magnússon
Aðstoðarljósamaður og 2nd AC: Eyþór Ingvarsson
Förðun: Ragna Fossberg
Búningar: Elma Lísa Gunnarsdóttir
Klipping: Guðni Hilmar Halldórsson / TooCutty
Eftirvinnsla: Trickshot, Bjarki Guðjónsson,
Litaleiðrétting: Luis Ascanio,
VFX og grafík: Gísli Þór Brynjólfsson
Tónlist: Stefán Örn Gunnlaugsson
Hljóðupptaka og hljóðsetning: Jóhannes Bragi Bjarnason, Audioland.
Þulur: Bergur Ebbi

Leikarar:
Björk Guðmundsdóttir
Nína Magnea Lyngdal Reynisdóttir
Hildur Ríkey Stefánsdóttir

Kettir:
Flóki, Hneta, Lotta, Mandarína, Milla, Mirra, Mía Búbbulína, Móa Pollýanna, Móri og Stormur

Ráðgjöf:
Jon von Tetzchner
María Þorgeirsdóttir
Breki Karlsson

Framleitt fyrir Neytendasamtökin í samstarfi við Vivaldi

Þakkir fá: Hamborgarabúllan, Edda Sif Guðbrandsdóttir, Guðrún Edda Haraldsdóttir og fjölskyldan Barðarstönd 27, Leikskólinn Ægisborg

Njósnahagkerfið (e. Surveillance economy) snýr að notkun söfnun og hagnýtingu persónuupplýsinga með hagnaðarsjónarmið að leiðarljósi. Hugtakið varð til þegar auglýsingafyrirtæki, líkt og Google AdWords, hófu að nýta sér persónulegar upplýsingar til að ýta auglýsingum að notendum.

Þegar þú notar eitthvað ókeypis á netinu, er afar líklegt að þú sért söluvaran. Öll fyrirtæki þurfa tekjur til að lifa af. Oft fá netfyrirtæki tekjur af auglýsingum, en einnig með því að selja öðrum upplýsingar um þig; hvað þú skoðar, hvað þú kaupir, staðsetningu þína, líkamlega og andlega heilsu þína og svo framvegis. Víðtæk gagnasöfnun getur haft ýmsa kosti í för með sér fyrir einstaklinga og samfélag, svo sem sjálfvirknivæðingu, sjálfbæra þróun og skilvirkni þjónustu. En óheft söfnun og vinnsla persónuupplýsinga, að ekki sé talað um viðkvæmar persónuupplýsingar, með hrein hagnaðarsjónarmið að leiðarljósi getur sett frelsi einstaklingsins í hættu, ógnað sjálfsákvörðunarrétti, almennri velsæld og þegar verst lætur, stofnað lýðræðinu í hættu.

Sumar af algengustu leiðunum til að fylgjast með og safna upplýsingum um okkur eru:
– Með því að fylgjast með síðum sem þú heimsækir og hvaða efni þú skoðar á þeim
– Með því að fylgjast með því sem þú skrifar í veffangastikuna
– Með því að greina hvar þú staldrar við á síðu og hversu lengi
– Með því að fylgjast með ferðum þínum í gegnum GPS staðsetningartæki símans þíns og Bluetooth Beacons, t.d. hvað þú skoðar í búðum
– Með því að „hlera“ tölvupóstsamskipti og fyrirspurnir í leitarvélum
– Með skráningu þess sem þú kaupir með korti
– Í gegnum IP tölur (sem er nokkurs konar heimilisfang nettengdra tækja)
– Með því að rekja feril bendilsins þíns í tölvunni og á hvað þú smellir
– Með samþættingu upplýsinga frá mismunandi tækjum eiganda (e. Cross tracking)
– Með nákvæmu eftirliti með notkun forrita í símum og tölvum

Ofgnótt upplýsinga er safnað um okkur úr öllum áttum. Þegar gögnin eru tekin saman gefa þau flókna mynd af okkur sem einstaklingum og sýna hvað við gerum í daglegu lífi okkar, leyndar þrár og viðkvæmustu augnablikin okkar. Þessar umfangsmiklu kerfisbundnu njósnir eru á skjön við grundvallarréttindi okkar og hægt að nota til að mismuna, ráðskast með og misnota okkur. Þá bendir nýleg skýrsla Amnesty International á að njósnahagkerfið sé alvarleg ógn við grundvallar mannréttindi eins og skoðanafrelsi, tjáningarfrelsi, jafnræði og jafnrétti.

Skýrsla norsku neytendasamtakanna afhjúpar margvíslegar skaðlegar afleiðingar sem njósnahagkerfið hefur á einstaklinga og samfélagið:

Vald

Fyrirtæki með yfirgripsmikla og góða þekkingu um okkur geta mótað skilaboð sín í tilraunum til að ráðskast með okkur þegar við erum næm, til dæmis til að hafa áhrif á kosningar eða til að auglýsa megrunarvörur, óhollan mat eða fjárhættuspil.

Mismunun

Ógegnsæi og sjálfvirkni njósnahagkerfisins eykur hættuna á mismunun, til dæmis með því að útiloka neytendur á grundvelli tekna, kyns, kynþáttar, þjóðernis eða kynhneigðar, staðsetningu eða með því að láta tiltekna neytendur borga meira fyrir vörur eða þjónustu.

Upplýsingaóreiða

Ógerningur getur reynst að fylgjast með þeim skilaboðum sem fólk fær, hvort sem er með auglýsingum eða öðru efni og frá hverjum þau koma í raun. Það getur ýtt undir upplýsingaóreiðu, sem erfitt er að sporna við eða leiðrétta.

Aðför að samkeppni

Njósnahagkerfið ívilnar stærri fyrirtækjum sem geta safnað og unnið úr ofgnótt upplýsinga, á kostnað smærri fyrirtækja og gerir þeim erfitt fyrir að keppa á jafnréttisgrundvelli, sem hefur þannig neikvæð áhrif á fyrirtæki sem virða grundvallarréttindi neytenda.

Öryggisógn

Þegar þúsundir fyrirtækja safna og vinna úr gífurlegu magni af persónuupplýsingum eykst hættan á persónuupplýsingaþjófnaði, svikum og fjárkúgun. NATO hefur lýst því yfir að  gagnasöfnun sem þessi sé þjóðaröryggisógn.

Brot á persónuvernd

Söfnun, miðlun og notkun persónuupplýsinga á sér stað því sem næst stjórnlaust, bæði hjá þekktum stórfyrirtækjum og fyrirtækjum sem fæstir neytendur kannast við. Neytendur hafa litla sem enga leið til að vita eða hafa áhrif á hvaða gögnum er safnað, með hverjum upplýsingum er deilt eða hvernig þær eru notaðar.

Auðvitað eiga stjórnvöld að banna njósnahagkerfið og fyrir því berjast Neytendasamtökin, fjöldi erlendra samtaka, fyrirtækja og einstaklinga. Þar til það næst eru hér sjö leiðir til að sporna við upplýsingasöfnun um þig.

  1. Lagaðu persónuverndarstillingarnar þínar

Þó einhver upplýsingasöfnun á netinu sé nánast óhjákvæmileg eru ýmsar leiðir til að takmarka þær upplýsingar sem þú heimilar að sé safnað. Í flestum vöfrum er hægt að laga persónuverndarstillingarnar þínar.

Í símum og öðrum farandtækjum: Slökktu á staðsetningarþjónustu og annarri upplýsingasöfnun þegar hún er óþörf og ekki í notkun.

Í tölvum: Notaðu örugga netvafra og kannaðu hvaða síður eru að fylgjast með þér.

Í snjalltækjum svo sem sjónvörpum, þvottavélum, ísskápum osfrv.: Afþakkaðu öpp og þjónustur sem þú vilt ekki að fylgist með þér.

  1. Afþakkaðu vafrakökur (e. Cookies) þegar þú getur

Þegar þú sækir nýja vefsíðu skaltu einfaldlega smella á „nei“ þegar þú ert beðinn um leyfi til að safna vafrakökum. Þó að þetta kunni að hamla einhverri virkni, þá er það þess virði fyrir öryggi þitt og græjunnar þinnar.

  1. Takmarkaðu persónuupplýsingarnar sem þú deilir á samfélagsmiðlum

Ekki deila of miklum upplýsingum á samfélagsmiðlum. Ekki taka þátt í samfélagsmiðlaleikjum sem krefjast aðgangs að óþarfa upplýsingum um þig, svo sem myndunum þínum og vinalista.

Skoðaðu persónuverndarstillingar á samfélagsmiðlum. Þú gætir viljað takmarka hverjir geta skoðað færslurnar þínar. Er nauðsynlegt að geta upp hvar eða hvenær þú fæddist?

  1. Notaðu sterk lykilorð

Búðu alltaf til sterk lykilorð, líka á samfélagsmiðlum til að koma í veg fyrir að aðrir skrái sig inn á þá í þínu nafni. Þetta þýðir að nota blöndu af að minnsta kosti 12 tölustöfum, sértáknum og há- og lágstöfum. Notaðu auðkenningu í gegnum síma þar sem það er í boði.

  1. Vafraðu varlega um víðan vef

Notaðu vafra sem ekki safna upplýsingum um þig. Íhugaðu að vafra í huliðsham (e. Private Mode eða Incognito). Athugaðu að þó þú notir huliðsham geta sumir vafrar og vefsíður engu að síður fylgst með þér.

Ekki taka þátt í leikjum á samfélagsmiðlum sem krefjast aðgangs að upplýsingum um þig og vini þína. Samþykktu einungis vinabeiðni á samfélagsmiðlum ef þú þekkir manneskjuna raunverulega og hefur gengið úr skugga um að hún sé raunverulega sú sem hún segist vera.

  1. Notaðu aðra leitarvél

Flestir nota Google leitarvélina og langflestir kannast við sögnina að gúggla. En ekki gera sér allir grein fyrir að Google og fleiri leitarvélar í þeim dúr safna og selja upplýsingar um leitirnar þínar og vefsíðurnar sem þú sækir. Segja má að þegar þú leitir á þeim, leiti þær á þig.

Notaðu leitarvélar, eins og DuckDuckGo, StartPage og fleiri, sem ekki selja upplýsingar um þig.

  1. Smelltu örugglega, en ekki á allt

Vefveiðar (Phishing) er ein af þeim leiðum sem tölvuþrjótar nota til að komast yfir upplýsingar um þig. Með þeim reyna svindlarar að blekkja þig til að gefa upp verðmætar og persónulegar upplýsingar. Oft er það gert með afar vel gerðum tölvupóstum sem virðast vera frá virðulegum fyrirtækjum, þar sem þér er sagt að smella á tengil til að staðfesta þetta eða koma í veg fyrir hitt. Eins senda þrjótarnir skilaboð á samfélagsmiðlum sem virðast vera frá vini sem segir frá einhverju verulega sniðugu sem þú þarft bara að smella á til að sjá.

Áður en þú smellir á grunsamlega tengla skaltu beina bendilinn yfir tengilinn til að skoða slóðina sem birtist þar. Ef þú þekkir ekki slóðina skaltu ekki smella, heldur setja þig í samband við sendandann og spyrja hvort þetta sé raunverulegt eða svindl.

Neytendasamtökin ásamt á sjötta tug neytenda- og mannréttindasamtaka sendu stjórnvöldum beggja vegna Atlantsála kröfu um bann við þessu persónunjósnahagkerfi árið 2021. Nú er baráttunni haldið áfram, enda ekki vanþörf á. Sjá nánar hér.

Í áskoruninni, sem finna má hér á ensku, segir í lauslegri þýðingu:

„Auglýsingar byggðar á eftirliti með einstaklingum tröllríða nú netheimum og valda bæði neytendum og fyrirtækjum ýmiss konar skaða. Með bréfi þessu er kallað eftir viðbrögðum stjórnvalda beggja vegna Atlantsála. Evrópusambandið er hvatt til þess að taka til athugunar að banna að byggja auglýsingar á eftirliti, innan ramma stafrænnar þjónustulöggjafar ESB. Stjórnvöld í Bandaríkjunum eru hvött til að taka upp víðtæka löggjöf varðandi friðhelgi einkalífsins. Við erum breiðfylking neytendasamtaka, mannréttindasamtaka, frjálsra félagasamtaka og fræðafólks sem hefur margháttaðar áhyggjur af því kerfisbundna eftirliti sem býr að baki flestum auglýsingum á netinu. Á undanförnum árum hefur eftirlitshagkerfið stækkað hratt og nánast allt það sem neytendur aðhafast, hvort heldur er á netinu eða utan þess, er skráð, því safnað saman og deilt, með það fyrir augum að einstaklingsmiða auglýsingar.

Eftirlitshagkerfinu er stundum ranglega lýst sem einhvers konar samkomulagi sem felst í því að neytendur leyfa fyrirtækjum að fylgjast með sér gegn því að fá aðgang að rafrænu efni. Meðfylgjandi skýrsla norsku neytendasamtakanna sýnir hins vegar að meirihluti neytenda kærir sig ekki um að fylgst sé með netnotkun þeirra. Umfang þessa eftirlits gerir þó að verkum að neytendum er nánast ómögulegt að komast hjá því og gerð einstaklingssniðs sem því fylgir. Auglýsingar byggðar á eftirliti draga því fram ýmiss konar álitamál varðandi friðhelgi einkalífsins, en þær valda jafnframt fjölmörgum öðrum vandamálum eða magna þau upp. Ný skýrsla norsku neytendasamtakanna sýnir að auglýsingar sem byggja á eftirliti ýta undir kerfisbundna markaðsmisnotkun og mismunun, ógna þjóðaröryggi og fjármagna falsfréttir og svikastarfsemi, auk þess sem þær grafa undan eðlilegri samkeppni og hamla gegn því að þeir sem framleiða efni á netinu hafi af því eðlilegar tekjur. Þetta hefur skaðleg áhrif á bæði neytendur og fyrirtæki og getur grafið undan lýðræðinu.

Þó auglýsingar séu mikilvæg tekjulind fyrir auglýsendur og seljendur auglýsinga, réttlætir það ekki gríðarlega öflug eftirlitskerfi til að geta „sýnt rétta fólkinu réttu auglýsinguna“. Til eru aðrar auglýsingaaðferðir sem byggja ekki á njósnum um einstaklinga, og sýnt hefur verið fram á að slíkar leiðir má nota án þess að það hafi marktæk áhrif á tekjur.

Hið kerfisbundna eftirlit sem við búum við á auglýsingamarkaði getur ekki á nokkurn hátt talist vera sanngjarn gagnvart neytendum. Við köllum eftir eindreginni og skýrri afstöðu og vonumst til þess að Evrópusambandið íhugi bann við auglýsingum byggðum á eftirliti, innan ramma stafrænnar þjónustulöggjafar ESB, og að Bandaríkin komi á laggirnar löngu tímabærri alríkislöggjöf um friðhelgi einkalífsins.“

Hér eru upplýsingar um aðgerðir norsku systursamtaka Neytendasamtakanna um njósnahagkerfið

Hér er herferð BEUC, Evrópsku neytendasamtakanna

Last week með John Oliver fjallaði um njósnahagkerfið

Hér er að finna upplýsingar um verkefnið None of Your Business

Þá hefur austurríska persónuverndarstofnunin bannað þarlendum fyrirtækjum að nota greiningarvél Google (e. Google Analytics).

Leikstjórn: Reynir Lyngdal
Handrit:  Bergur Ebbi og Reynir Lyngdal
Framleiðandi: Reynir Lyngdal
Aðstoðarleikstjóri: Guðgeir “Don Gucci” Arngrímsson
Kvikmyndataka: Ásgrímur Guðbjartsson
1st AC: Daníel Gylfason
Gaffer: Geir Magnússon
Aðstoðarljósamaður og 2nd AC: Eyþór Ingvarsson
Förðun: Ragna Fossberg
Búningar: Elma Lísa Gunnarsdóttir
Klipping: Guðni Hilmar Halldórsson / TooCutty
Eftirvinnsla: Trickshot, Bjarki Guðjónsson,
Litaleiðrétting: Luis Ascanio,
VFX og grafík: Gísli Þór Brynjólfsson
Tónlist: Stefán Örn Gunnlaugsson
Hljóðupptaka og hljóðsetning: Jóhannes Bragi Bjarnason, Audioland.
Þulur: Bergur Ebbi

Leikarar:
Björk Guðmundsdóttir
Nína Magnea Lyngdal Reynisdóttir
Hildur Ríkey Stefánsdóttir

Kettir:
Flóki, Hneta, Lotta, Mandarína, Milla, Mirra, Mía Búbbulína, Móa Pollýanna, Móri og Stormur

Ráðgjöf:
Jon von Tetzchner
María Þorgeirsdóttir
Breki Karlsson

Framleitt fyrir Neytendasamtökin í samstarfi við Vivaldi

Þakkir fá: Hamborgarabúllan, Edda Sif Guðbrandsdóttir, Guðrún Edda Haraldsdóttir og fjölskyldan Barðarstönd 27, Leikskólinn Ægisborg

Deila:

Facebook
Twitter
Póstur

Fleira áhugavert

Litarefni í mat gefa lífinu lit en þau eru jafn ólík og þau eru mörg. Sum eru náttúruleg á meðan önnur eru gerfiefni sem
Það færist í vöxt að fólk kaupi vörur af netinu í gegnum það sem kallast á ensku „dropshipping“, hvort sem fólk gerir sér grein
Gjaldtaka og arðsemi íslensku bankanna - rýnt í ársskýrslur.

Takk fyrir áhugann!

 Þetta vefsvæði er kostað af árgjöldum félaga í Neytendasamtökunum.

Ef þú ert ekki þegar í samtökunum biðjum við þig að íhuga að ganga í þau. Árgjaldið er 7.900 kr.