Smáforritið Kemiluppen

Í Kemiluppen er hægt að sjá hvort húð- og snyrtivörur innihaldi óæskileg efni.

Danska smáforritið Kemiluppen hjálpar neytendum að forðast óæskileg efni í snyrti- og húðvörum. Dönsku neytendasamtökin Forbrugerrådet Tænk reka sérstakt verkefni  sem kallast Tænk Kemi en það miðar að því að fræða neytendur um skaðleg efni í neysluvörum.

Tænk Kemi hefur búið til merkingarkerfi með bókstöfunum A, B og C, sem segja til um hversu mikið af óæskilegum efnum er í snyrti- og húðvörum. Horft er til efna sem annað hvort er vitað með vissu – eða grunur leikur á – að séu hormónaraskandi, ofnæmisvaldandi, krabbameinsvaldandi eða skaðleg umhverfinu. A merkir að varan innheldur engin óæskileg efni, B þýðir að varan er að mestu laus við óæskileg efni en inniheldur eitt eða fleiri ilmefni og C merkir að varan innheldur eitt eða fleiri efni sem rétt væri að forðast. Efnin skapa ekki endilega hættu ein og sér en samanlögð notkun þeirra yfir tíma getur haft neikvæð áhrif og er þá gjarnan talað um svokölluð kokteiláhrif.

Smáforritið er handhægt því einfalt er að skanna strikamerki vörunnar  með farsíma og þá birtast á skjánum upplýsingar um það hvort varan flokkast sem A, B eða C.

Þar sem markaðurinn með snyrti- og húðvörur hérlendis er mjög líkur þeim danska eru væntanlega flestar vörur hérlendis nú þegar í gagnagrunni Kemiluppen. Í dag eru alls 20.000 vörur í Kemiluppen en það kom út árið 2015. Tænk Kemi hefur að beiðni Neytendsamtakanna opnað á möguleika íslenskra neytenda til að hlaða smáforritinu niður og nýta við innkaupin.

Hægt er að finna kemiluppen á Google Play og App Store sem og á kemiluppen.dk

Deila:

Facebook
Twitter
Póstur

Fleira áhugavert

Ítarleg kortlagning hefur verið gerð á PFAS menguðum svæðum í Evrópu. Erfitt ef ekki ómögulegt getur reynst að hreinsa slík svæði.
Litarefni í mat gefa lífinu lit en þau eru jafn ólík og þau eru mörg. Sum eru náttúruleg á meðan önnur eru gerfiefni sem
Það færist í vöxt að fólk kaupi vörur af netinu í gegnum það sem kallast á ensku „dropshipping“, hvort sem fólk gerir sér grein

Takk fyrir áhugann!

 Þetta vefsvæði er kostað af árgjöldum félaga í Neytendasamtökunum.

Ef þú ert ekki þegar í samtökunum biðjum við þig að íhuga að ganga í þau. Árgjaldið er 7.900 kr.