Litarefni sem ætti að varast

Asó-litarefnin hafa lengi verið umdeild. Þau eru sér í lagi varasöm fyrir börn.

Litarefni eru gjarnan notuð í tilbúin matvæli til að gera hann girnilegri en bæði eru til náttúruleg litarefni og manngerð eða kemísk. Svokölluð asó-litarefni eru mikið notuð í textíliðnaði en hafa einnig verið vinsæl í matvælaframleiðslu þar sem þau þola vel suðu og frystingu og endast lengi án þess að liturinn dofni.

Asó-litarefni hafa lengi verið umdeild en þau voru bönnuð á Íslandi til ársins 1997. Vegna aðildar Íslands að evrópska efnahagssvæðinu varð heimilt að selja matvörur með þessum litarefnum líkt og í öllum löndum Evrópu. Þetta er ástæða þess að fram til þessa tíma mátti ekki selja M&M's hér á landi en það fékkst þó í Fríhöfninni.

Þekkt var að Asó-litarefnin geta valdið ofnæmisviðbrögðum og einnig lék grunur á að efnin hefðu óæskileg áhrif á börn og tengsl væru á milli neyslu þeirra og ofvirkni.

Niðurstöður breskrar könnunar frá árinu 2007 þóttu staðfesta þetta og í kjölfarið ákvað Evrópusambandið að matvæli sem innihéldi þau sex litarefni sem rannsökuð voru skyldu sérstaklega merkt með varúðarmerkingu.

Árið 2012 var innleidd reglugerð hér á landi sem skyldar framleiðendur til að setja varúðarmerkingu innihaldi matvæli eitt hinna sex litarefna sem rannsökuð voru og mun þá standa: „heiti eða E-númer litarefnis eða litarefna“: getur/geta haft neikvæð áhrif á athafnasemi og eftirtekt barna.

Efnin sem skylt er að merkja með varúðarmerkingu eru feitletruð.

Tartrasín  (E102)

Kínólíngult (E 104)

Sólsetursgult (E110)

Asórúbín (E122)

Amarant (E123)*

Ponceau 4R (E124)

Allúrarautt (E129)

Briljant svart PN (E151)

Brúnt HT (E155)

Litólrúbín BK (E180)*

*einungis leyfilegt í takmörkuðu mæli í fáum tegundum matvæla

Neytendasamtökin fjölluðu ítarlega um um asó-litarefnin í framhaldi af bresku rannsókninni. Nokkuð fálæti einkenndi viðbrögðin hérlendis en samtökin telja að neytendur, sér í lagi börn, eigi alltaf að njóta vafans. Voru framleiðendur hvattir til að skipta litarefnunum út fyrir náttúruleg litarefni og neytendur hvattir til að sniðganga matvörur sem sérstaklega þarf að merkja sem varasama.

Deila:

Facebook
Twitter
Póstur

Fleira áhugavert

Litarefni í mat gefa lífinu lit en þau eru jafn ólík og þau eru mörg. Sum eru náttúruleg á meðan önnur eru gerfiefni sem
Það færist í vöxt að fólk kaupi vörur af netinu í gegnum það sem kallast á ensku „dropshipping“, hvort sem fólk gerir sér grein
Gjaldtaka og arðsemi íslensku bankanna - rýnt í ársskýrslur.

Takk fyrir áhugann!

 Þetta vefsvæði er kostað af árgjöldum félaga í Neytendasamtökunum.

Ef þú ert ekki þegar í samtökunum biðjum við þig að íhuga að ganga í þau. Árgjaldið er 7.900 kr.