Nýverið lögðu stjórnarflokkarnir fram þingmálaskrá, yfirlit yfir mál sem ríkisstjórnin hyggst leggja fram á yfirstandandi þingi.
Neytendasamtökin hafa tekið saman skrá yfir 22 mál sem þau telja brýnt að stjórnvöld ráðist í, þar á meðal laga- og reglugerðarbreytingar. Neytendasamtökin hafa þegar óskað eftir því að fá að kynna málaskrána fyrir þingflokkum og viðkomandi ráðherrum.