Fréttir

N1 rafmagn fellur frá oftöku

Neytendasamtökin fagna því að N1 rafmagn hafi nú loks ákveðið að hætta oftöku gjalds fyrir rafmagn til þrautavara og endurgreiða viðskiptavinum sínum.

Neytendasamtökin eru frjáls félagasamtök sem reiða sig á árgjöld félagsmanna. Því fleiri félagar, þeim mun öflugri samtök.
Gerast félagi.

Þann 21. desember 2021 barst Neytendasamtökunum ábending um möguleg brot N1 rafmagns á viðskiptavinum sínum, sem ef sannar reyndust, gætu hafa haft veruleg samkeppnisáhrif á raforkumarkaði og þar með á fjölmarga neytendur, og hafa viðgengist í langan tíma, án þess að stjórnvöld skærust í leikinn.

Samdægurs sendu samtökin ábendingar til Samkeppniseftirlitsins, Neytendastofu og Orkustofnunar og kröfðust úrbóta.

Neytendasamtökin óskuðu eftir því að:

  • Samkeppniseftirlitið kannaði hvort samkeppnislög hefðu verið brotin.
  • Neytendastofa kannaði hvort lög um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu hefðu verið brotin, eða önnur lög eða reglur sem kynni að reyna á.
  • Orkustofnun tryggði að neytendur fengju ávallt lægsta verð hjá söluaðila til þrautavara.

Óskuðu Neytendasamtökin eftir skýrum svörum um hvort og hvernig stofnanir myndu bregðast við umbeiðni samtakanna. Skömmu síðar bárust svör þess efnis að stofnanirnar hefðu tekið málið til skoðunar. Bíða samtökin enn eftir niðurstöðum athugana stofnananna.

Þá höfðu Neytendasamtökin samband við og funduðu með forsvarsmönnum N1 rafmagns og þrýstu á um að fyrirtækið hætti oftökunni og endurgreiddi viðskiptavinum sínum. Skömmu síðar baðst fyrirtækið afsökunar og lofaði endurgreiðslu.

Neytendasamtökin fagna þessari niðurstöðu fyrirtækisins, þó hún hefði getað komið fyrr.

Þetta mál endurspeglar mikilvægi aðhalds sterkra neytendasamtaka, eftirlitsstofnana og fjölmiðla. Án þeirra er hætta á að fyrirtæki fari fram með sjálfdæmi og oftöku gjalda.

Ert þú félagi í Neytendasamtökunum?

Fréttir í sama dúr

Bílastæðamál fyrir Hæstarétt

Baráttan um bílastæðin

Neytendablaðið er komið út

Aðalfundur 22. október

Staðan í Vaxtamálinu

Smálánabaráttan

Takk fyrir áhugann!

 Þetta vefsvæði er kostað af árgjöldum félaga í Neytendasamtökunum.

Ef þú ert ekki þegar í samtökunum biðjum við þig að íhuga að ganga í þau. Árgjaldið er 7.900 kr.