Neytendur geta leitað til samtakanna lendi þeir í ágreiningi við seljendur eða hafi þeir spurningar varðandi neytendamál.
Þeir fá annars vegar upplýsingar um réttarstöðu sína, aðstoð við næstu skref máls eða aðstoð með sérstakri milligöngu ef þeim tekst ekki sjálfum að leysa mál í samráði við seljanda. Milliganga er þó bundin félagsaðild og því þurfa neytendur að gerast félagsmenn, séu þeir það ekki fyrir.
Félagsmenn eiga greiðari aðgang að þjónustunni, vegna aðildar sinnar að samtökunum, og geta leitað til samtakanna alla virka daga á opnunartíma. Símatími er opin félagsmönnum alla virka daga frá 10:00-12:00 og 12:30-15:00. Lokað er eftir hádegi á föstudögum.
Utanfélagstími á miðvikudögum
Utanfélagsmenn geta einungis haft samband við samtökin á miðvikudögum kl 10:00-12:00 og 12:30-15:00. Þurfi utanfélagsmenn á frekari aðstoð að halda geta þeir gengið í samtökin.