Fréttir

Neytendasamtökin og ECC á Íslandi í 20 ár

Nú í janúar eru 20 ár síðan Neytendasamtökin tóku við rekstri Evrópsku neytendaaðstoðarinnar (e. European Consumer Centre) á Íslandi með samningi við Viðskiptaráðuneytið. Evrópska neytendaaðstoðin aðstoðar neytendur sem eiga í deilum við seljendur yfir landamæri innan Evrópusambandsins, Noregs og Íslands. Aðstoðin er ókeypis og felst meðal annars í ráðgjöf, upplýsingagjöf og milligöngu, ef á þarf að halda.

Aukið traust í viðskiptum
Í hverju landi fyrir sig er rekin sjálfstæð neytendaaðstoð sem saman mynda net miðstöðva (e. ECC-Net) sem leiðbeina neytendum um rétt sinn og hjálpa til við að leysa ágreining. Til dæmis gæti evrópskur ferðalangur sem er ósáttur við viðskipti sín við íslenska bílaleigu leitað til aðstoðarinnar í sínu heimalandi sem síðan hefur samband við aðstoðina á Íslandi. Neytandi frá Íslandi sem kaupir gallaða vöru eða þjónustu á Spáni getur að sama skapi haft samband við Evrópsku neytendaaðstoðina á Íslandi, á íslensku. ECC-Netin vinna saman að lausn mála og tryggja að fjarlægð frá seljanda og tungumálaörðugleikar komi ekki í veg fyrir að neytendur geti sótt rétt sinn gagnvart seljendum sem brjóta á þeim. Með því er skapað traust á millilandaviðskiptum.

Evrópska neytendaaðstoðin á Íslandi
Málum sem koma á borð Evrópsku neytendaaðstoðarinnar á Íslandi fjölgar jafnt og þétt með aukinni árvekni neytenda. Á fyrsta starfsári Evrópsku neytendaaðstoðarinnar á Íslandi bárust 7 mál samanborið við 304 mál árið 2022. Þar af leituðu 173 Íslendingar sér aðstoðar vegna seljenda í Evrópu og 131 Evrópubúar vegna íslenskra seljenda. Starfsfólk aðstoðarinnar er í góðu samstarfi við eftirlitsaðila, stjórnvöld og neytendasamtök í Evrópu til að tryggja hag og rétt neytenda. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðunni www.ecc.is.

Fréttir í sama dúr

Droppshipping – ekki er allt sem sýnist

Afstaða stjórnmálaflokkanna til neytendamála

Breytingar á búvörulögum gegn stjórnarskrá

Aðalfundur Neytendasamtakanna 2024

Ályktanir aðalfundar

Bílastæðamál fyrir Hæstarétt

Takk fyrir áhugann!

 Þetta vefsvæði er kostað af árgjöldum félaga í Neytendasamtökunum.

Ef þú ert ekki þegar í samtökunum biðjum við þig að íhuga að ganga í þau. Árgjaldið er 7.900 kr.