Fréttir

Ósanngjarnir skilmálar hjá Icelandair

Neytendasamtökin fjölluðu um ósanngjarna skilmála flugfélaga í síðasta tölublaði Neytendablaðsins en sum flugfélög meina farþegum að nota seinni fluglegg ferðar ef sá fyrri hefur ekki verið nýttur. Þetta getur t.d. gerst ef farþegi missir af flugi út eða einfaldlega flýtir ferð sinni. Þegar kemur að því að fljúga til baka hafa sum flugfélög meinað viðskiptavinum sínum að nýta seinni legginn með þeim rökum að þeir hafi ekki nýtt fyrri legginn. Þetta þykir Neytendasamtökunum ólíðandi þar sem farþegi er búinn að greiða fyrir seinni fluglegginn og á því rétt á nýta hann. 

Neytendablaðið spurði bæði WOW air og Icelandair út í þessa sérkennilegu skilmála. WOW air svaraði því til að slíkir skilmálar væru ekki í gildi hjá félaginu en svör Icelandair voru óskýr og ófullnægjandi. Fréttablaðið fjallaði um og fékk þau svör hjá Icelandair að það væri í skoðun. Neytendasamtökin vænta þess að no show reglan verði aflögð hið fyrsta hjá Icelandair.

Fréttir í sama dúr

Aðalfundur Neytendasamtakanna 2024

Ályktanir aðalfundar

Bílastæðamál fyrir Hæstarétt

Baráttan um bílastæðin

Neytendablaðið er komið út

Staðan í Vaxtamálinu

Takk fyrir áhugann!

 Þetta vefsvæði er kostað af árgjöldum félaga í Neytendasamtökunum.

Ef þú ert ekki þegar í samtökunum biðjum við þig að íhuga að ganga í þau. Árgjaldið er 7.900 kr.