Um árabil stóðu Neytendasamtökin í farabroddi í baráttunni gegn smálánaóværunni. Baráttan tók á sig ýmsar myndir enda nýttu smálánafyrirtækin allar tiltækar lagaglufur og þær voru ófáar. Neytendasamtökin hafa tekið saman ítarlegt yfirlit yfir baráttuna sem nálgast má hér. Telja samtökin mikilvægt að stjórnvöld læri af sögunni og grípi strax í taumana þegar upp kemst um svo alvarlegan skort á neytendavernd.