Fréttir

Sparisjóður Strandamanna skýlir smálánafyrirtækjum

Neytendasamtökin hafa ítrekað bent sparisjóðsstjóra Sparisjóðs Strandamanna á að ólögleg smálánafyrirtæki þrífist í skjóli sjóðsins, en sparisjóðurinn veitir innheimtufyrirtækinu Almennri innheimtu ehf. aðgang að greiðslumiðlunarkerfi bankanna. Þrátt fyrir það berast skjólstæðingum samtakanna ennþá innheimtukröfur vegna ólöglegra lána í gegnum sparisjóðinn.

Almenn innheimta ehf. virðist hafa þann eina starfa að innheimta ólögleg smálán í gegnum reikning Sparisjóðs Strandamanna (bankanúmer 1161). Hefur Almenn innheimta, eigandi þess og lögmaður ítrekað hlotið ítrekaðar aðfinnslur og áminningar lögmannafélagsins (sjá t.d. hér ) vegna þessarar innheimtustarfsemi. Eftir ábendingar Neytendasamtakanna hafa stærri fjármálafyrirtæki úthýst innheimtufyrirtækinu og vita samtökin ekki til þess að nokkurt íslenskt fyrirtæki eigi í dag viðskipti hin alræmdu smálánafyrirtæki eða innheimtufyrirtæki þeirra.

Neytendasamtökin hafa nú kallað eftir svörum frá nýrri stjórn Sparisjóðs Strandamanna um það hvort stjórnin muni sýna samfélagslega ábyrgð í verki eða hvort Sparisjóður Strandamanna muni áfram leggja sitt að mörkum til að tryggja að skipulögð brotastarfsemi smálánafyrirtækja fái viðgengist hér á landi.

Fréttir í sama dúr

Opnunartími yfir hátíðirnar

Droppshipping – ekki er allt sem sýnist

Afstaða stjórnmálaflokkanna til neytendamála

Breytingar á búvörulögum gegn stjórnarskrá

Aðalfundur Neytendasamtakanna 2024

Ályktanir aðalfundar

Takk fyrir áhugann!

 Þetta vefsvæði er kostað af árgjöldum félaga í Neytendasamtökunum.

Ef þú ert ekki þegar í samtökunum biðjum við þig að íhuga að ganga í þau. Árgjaldið er 7.900 kr.