Fréttir

Taktu tvær – vörumst netglæpi

Netglæpir eru vaxandi vandamál enda eru svikahrappar lunknir við að finna leiðir til að féfletta saklaust fólk. Svikin koma í öllum stærðum og gerðum en sem dæmi má nefna SMS-skeyti þar sem farið er fram á greiðslu vegna póstsendinga, gylliboð um fjárfestingakosti (t.d. á Facebook), tölvupósta sem líta út fyrir að koma frá yfirmanni og tilboð á vörum sem eru of góð til að vera sönn.

Til að vekja athygli á þessu alvarlega vandamáli hafa Samtök atvinnulífsins, Samtök fjármálafyrirtækja og Neytendasamtökin tekið höndum saman og sett af stað átakið Taktu tvær. Markmiðið er að hvetja fólk til að staldra við og skoða hvort allt sé með felldu áður en tekin er ákvörðun um að greiða fyrir vöru eða þjónustu með rafrænum hætti.

Kynntu þér málið á taktutvaer.is

Fréttir í sama dúr

Opnunartími yfir hátíðirnar

Droppshipping – ekki er allt sem sýnist

Afstaða stjórnmálaflokkanna til neytendamála

Breytingar á búvörulögum gegn stjórnarskrá

Aðalfundur Neytendasamtakanna 2024

Ályktanir aðalfundar

Takk fyrir áhugann!

 Þetta vefsvæði er kostað af árgjöldum félaga í Neytendasamtökunum.

Ef þú ert ekki þegar í samtökunum biðjum við þig að íhuga að ganga í þau. Árgjaldið er 7.900 kr.