Fréttir

Tímamótadómur EFTA-dómstólsins

-Bönkunum ekki heimilt að breyta vöxtum að vild.

EFTA dómstóllinn kvað upp ráðgefandi álit sitt í Vaxtamálinu í dag. Niðurstaða dómsins er afdráttarlaus og lántökum í hag.

Héraðsdómar Reykjaness og Reykjavíkur höfðu falið dómnum að túlka Evróputilskipanir er varða lán til neytenda sem bera breytilega vexti. Bönkunum er ekki heimilt að breyta vöxtum að vild og núverandi skilmálar bankanna uppfylla ekki skilyrði um skýrleika.

Orðrétt segir meðal annars: „Var talið að orðalag eins og það sem birtist í skilmálunum sem til umfjöllunar eru í málunum, eins og „vextir á markaði“ og „breytingar á fjármögnunarkostnaði bankans“ sé ekki gagnsætt, jafnvel þótt það sé málfræðilega skýrt og skiljanlegt. Einnig mælir það gegn skýrleika samningsskilmálanna sem deilt er um að þeir hafi að geyma hugtakið „meðal annars“. Eðli málsins samkvæmt gerir hugtakið ráð fyrir að tekið sé tillit til viðmiða sem neytandi þekkir ekki til við gerð samningsins.“

Neytendasamtökin hvetja lántakendur til að huga að rétti sínum og taka skref til að verja hann. Hér má lesa nánar um Vaxtamálið.

Hér er fréttatilkynning dómstólsins.

Hér er dómur dómstólsins (ráðgefandi álitið er á bls. 39)

Fréttir í sama dúr

Opnunartími yfir hátíðirnar

Droppshipping – ekki er allt sem sýnist

Afstaða stjórnmálaflokkanna til neytendamála

Breytingar á búvörulögum gegn stjórnarskrá

Aðalfundur Neytendasamtakanna 2024

Ályktanir aðalfundar

Takk fyrir áhugann!

 Þetta vefsvæði er kostað af árgjöldum félaga í Neytendasamtökunum.

Ef þú ert ekki þegar í samtökunum biðjum við þig að íhuga að ganga í þau. Árgjaldið er 7.900 kr.