Fréttir

Tölum um neytendamál

Gjallarhorn 1200x900

Neytendasamtökin efna til samtals um neytendamál við neytendur og sveitarstjórnir vítt og breitt um landið. Samtökin kynna sér helstu mál sem brenna á fólki á landsbyggðinni og segja frá baráttumálum sínum og þann ávinning sem sterkur hagur neytenda færir fólki, fyrirtækjum og samfélaginu öllu.

Umræðuefnin eru fjölmörg: heildarstefnumótun í neytendamálum, samkeppnismál, flutningskostnaður, raforkuöryggi og -verð, dýrtíðin og svo mætti lengi telja. Auk opinna funda með neytendum verður fundað með á annan tug sveitarstjórna víðs vegar um landið.

Neytendur um land allt eru hvattir til að mæta og láta í sér heyra.

Tölum um neytendamál
2. maí kl. 20:00 Dokkan Ísafirði https://fb.me/e/5wZFiSTe7
6. maí kl. 12:00 Kaffi Krókur, Sauðárkrókur https://fb.me/e/7pnsfDguZ
6. maí kl. 17:00 Lyst -Lystigarðinum, Akureyri https://fb.me/e/3nVgKK82e
7. maí kl. 12:00 Gamli Baukur, Húsavík https://fb.me/e/cExqx4yFK
7. maí kl. 17:00 Hótel Hérað, Egilsstaðir https://fb.me/e/291vUlh7d
8. maí kl. 17:00 Ráðhúsið, Höfn Hornafirði https://fb.me/e/7rFsMJi3Y
13. maí Vestmannaeyjar, (staðsetning kynnt síðar) https://fb.me/e/1XlTVxNXJ

Fleiri staðir gætu bæst við. Fylgist því með!
Hægt er að óska eftir fundi í þínu sveitarfélagi með því að senda okkur tölvupóst í ns@ns.is. Við reynum eftir bestu getu að verða við óskum um fundi.

Fréttir í sama dúr

Opnunartími yfir hátíðirnar

Droppshipping – ekki er allt sem sýnist

Afstaða stjórnmálaflokkanna til neytendamála

Breytingar á búvörulögum gegn stjórnarskrá

Aðalfundur Neytendasamtakanna 2024

Ályktanir aðalfundar

Takk fyrir áhugann!

 Þetta vefsvæði er kostað af árgjöldum félaga í Neytendasamtökunum.

Ef þú ert ekki þegar í samtökunum biðjum við þig að íhuga að ganga í þau. Árgjaldið er 7.900 kr.