Fréttir

Traust neytenda til bílaframleiðenda fuðrar upp

Bílaiðnaðurinn í Evrópu, Bandaríkjunum og Japan er enn í fréttum, og kemur það ekki til af góðu. Síðastliðinn föstudag innkölluðu fimm framleiðendur 650.000 bifreiðar vegna misræmis þegar kom að upplýsingum um útblástur og Mitsubishi hefur viðurkennt að hafa hagrætt mælingum á eldsneytisnotkun í Japan í yfir 20 ár.

BEUC og og aðildarsamtök þeirra um alla Evrópu gera kröfu um að stjórnvöld taki á þessari hrinu hneykslismála og tryggi að bílaframleiðendur fari að settum reglum. Volkswagen þarf t.d. að axla ábyrgð á því að hafa haft rangt við í útblástursmælingum og greiða bætur vegna þess – rétt eins og fyrirtækið hefur fallist á að gera í Bandaríkjunum.

Enn eru margir lausir endar og mörgum spurningum ósvarað:

· Nú sjö mánuðum eftir að upp komst um Volkswagen hneykslið, hefur aðeins Volkswagen Amarok verið löguð, en ekki aðrar undirtegundir.

· Óljóst er hvort, og að hvaða leyti, viðgerðir og breytingar hafa áhrif á eiginleika og eldsneytisnotkun þeirra bifreiða sem um ræðir.

· Ábyrgð stjórnvalda vegna þessara mála, og þegar kemur að því að tryggja að iðnaðurinn fari að lögum, er óljós.

· Margt er óskýrt í tengslum við lagalegar skyldur bílaframleiðenda þegar kemur að reglum um útblástursmagn.

Monique Goyens, framkvæmdastjóri BEUC, segir:

„Það er ótrúlegt hve lítils bílaframleiðendur meta lög og reglur, að ekki sé minnst á anda laganna. Á hverjum degi berast  fréttir af svikum bifreiðaframleiðanda ; um notkun svindlbúnaðar til að sýna minni mengun og brellur sem sýna minni eldsneytisnotkun.

Það er ótrúlegt að sjá að hve miklu leyti framleiðendur hafa fengið að leika lausum hala. Öll þessi mál sem upp hafa komið að undanförnu benda til þess að löggjöfin sé ekki nægilega sterk og það skorti á eftirlit og eftirfylgni. Stjórnvöld verða að svara því hvernig stendur á því að eftirlitið brást.

Volkswagen ætti ekki að komast upp með að líta á evrópska neytendur sem annars flokks viðskiptavini. Það er sláandi að sjá hvernig þrýstingur frá bandarísku dómskerfi og stjórnvöldum hefur leitt til skýrrar niðurstöðu fyrir bandaríska neytendur meðan evrópskir ökumenn eru fórnarlömb þess að pólitískan vilja skortir til úrlausna í Evrópu.“

BEUC og aðildarfélög BEUC krefjast þess að:

· Stjórnvöld opinberi allar tiltækar upplýsingar um viðbótarprófanir og misræmi í útblástursmælingum.

· Volkswagen upplýsi bíleigendur um það hvenær bílarnir sem um ræðir verða innkallaðir og hver áhrifin verði á eiginleika og magn útblásturs.

· Evrópskir bíleigendur fái sanngjarnar bætur vegna rangra upplýsinga um útblástursmagn og eldsneytiseyðslu bifreiða sinna

· Evrópulöggjöf verði endurskoðuð og bætt, sér í lagi þegar kemur að auknu eftirlitshlutverki framkvæmdastjórnarinnar

Fréttir í sama dúr

Opnunartími yfir hátíðirnar

Droppshipping – ekki er allt sem sýnist

Afstaða stjórnmálaflokkanna til neytendamála

Breytingar á búvörulögum gegn stjórnarskrá

Aðalfundur Neytendasamtakanna 2024

Ályktanir aðalfundar

Takk fyrir áhugann!

 Þetta vefsvæði er kostað af árgjöldum félaga í Neytendasamtökunum.

Ef þú ert ekki þegar í samtökunum biðjum við þig að íhuga að ganga í þau. Árgjaldið er 7.900 kr.