Fréttir

Upprunamerkingar á öll matvæli

Neytendasamtökin hafa um árabil krafist þess að upprunaland komi fram á matvælum og er það í samræmi við sjónarmið meirihluta neytenda. Það var því fagnaðarefni þegar Bændasamtök Íslands, Neytendasamtökin og Samtök atvinnulífsins undirrituðu í janúar 2014 sáttmála þar sem innlendir framleiðendur og innflytjendur voru hvattir til að standa vel að merkingum matvæla með upprunalandi. Enda sé það forsenda þess að neytendur geti valið á upplýstan hátt.

Nú hefur starfshópur á vegum þessara samtaka gefið út bækling þar sem gildandi reglur eru kynntar sem og tillögur starfshópsins. Neytendur eru hvattir til kynna sér efni bæklingsins  um leið og þeir eru hvattir til að láta sig þetta mál miklu varða og krefjast þess að upplýsingar um upprunaland komi fram á öllum matvörum.

Fréttir í sama dúr

Aðalfundur 10. apríl

Bætur vegna „þjálfunarflugs”

Flug flugvélarvængur

Málaskrá vor 2025

Framboð til stjórnar

Fast lágt raforkuverð í Noregi

Leynast mikilvægt skilaboð á island.is?

Takk fyrir áhugann!

 Þetta vefsvæði er kostað af árgjöldum félaga í Neytendasamtökunum.

Ef þú ert ekki þegar í samtökunum biðjum við þig að íhuga að ganga í þau. Árgjaldið er 7.900 kr.