Fréttir

Vaðlaheiðarveggjalda-innheimtutímarammi

Nú er nýlega hafin innheimta veggjalda í Vaðlaheiðargöngin.  Gjaldtaka af þessu tagi, þar sem ekið er í gegnum göngin án sérstaks innheimtuhliðs, er nýnæmi og ökumenn óvanir henni.

Neytendasamtökunum barst ábending frá félagsmanni um að kostnaður ökutækja sem aka um göngin hækki um 67%, sé ekki greitt innan þriggja klukkustunda frá því ekið er um göngin, eða úr 1.500 kr. í 2.500 kr.

Tíminn sem gefinn er til greiðslu er það naumur að sé ekið í gegnum göngin er aukagjaldið fallið á áður en komið er til Egilstaða, nú eða Reykjavíkur sé ekið í hina áttina.

Neytendasamtökin telja umrædda skilmála ósanngjarna og andstæða góðum viðskiptavenjum.

Samtökin hafa þegar sent forsvarsmönnum Vaðlaheiðarganga erindi þar sem krafist er að tímarammi til greiðslu sé rýmkaður í 10 daga.

Fréttir í sama dúr

Bílastæðamál fyrir Hæstarétt

Baráttan um bílastæðin

Neytendablaðið er komið út

Aðalfundur 22. október

Staðan í Vaxtamálinu

Smálánabaráttan

Takk fyrir áhugann!

 Þetta vefsvæði er kostað af árgjöldum félaga í Neytendasamtökunum.

Ef þú ert ekki þegar í samtökunum biðjum við þig að íhuga að ganga í þau. Árgjaldið er 7.900 kr.