Fréttir

Varist þessi fyrirtæki

Það er mikilvægt fyrir neytendur að geta leitað réttar síns á ódýran og einfaldan hátt þegar á þeim er brotið.

Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa er ein af þeim nefndum sem tekur á kvörtunum neytenda og er hún skipuð fulltrúum atvinnulífsins, neytenda og ráðuneytis. Neytendur geta lagt ágreiningsmál við seljendur fyrir nefndina  og fengið skjóta úrlausn mála sinna utan dómstóla. Á undanförnum tveimur árum hefur nefndin úrskurðað í vel á annað hundrað málum, þar af neytendum í vil að hluta eða að fullu í 65 málum.

Þó er hængur á starfi nefndarinnar, og sá er nokkur stór;  því þó að langflest fyrirtæki uni niðurstöðu nefndarinnar eru örfáir svartir sauðir sem ekki láta segjast og una ekki úrskurðum hennar. Á rúmum tveimur árum hafa sjö fyrirtæki (leiðrétt 31.mars 2020: fimm fyrirtæki) valið að hlíta ekki úrskurði nefndarinnar. Oftast er um að ræða það lágar upphæðir, frá fáum tugum þúsunda upp í fáein hundruð þúsunda, að ekki tekur því fyrir neytendur að fara með málin fyrir dómstóla, þrátt fyrir að þau ynnust að líkindum.

Vekur þetta augljósar spurningar um hvort ekki sé nauðsyn að koma á smákrafnarétti (e. Small Claims Court), sem fyrirtæki yrðu að hlíta, eða auðvelda fólki að sækja rétt sinn á annan hátt.

Kærunefndin birtir nöfn þessara fyrirtækja einungis í eitt ár og hverfa þau síðan af listanum. Nöfn fyrirtækjanna eru birt hér að neðan neytendum til varnaðar. Samtökin hvetja forsvarsmenn fyrirtækjanna að fara tafarlaust að úrskurðum kærunefndarinnar. Þangað til verða þau í skammarkróknum. Fyrirtækin sem ekki hafa unað úrskurði Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa eru:

Ferðaskrifstofa Íslands ehf. kt. 470103-2990 í máli nr. 15/2020.

CC Bílaleiga ehf. kt. 640907-0610 í máli nr. 113/2020.

Geri Allt slf. kt. 420615-0860  í máli nr. 142/2020.

Camper Iceland ehf. kt. 460509-1060 í máli nr. 2/2021.

Uppfært 01/03/2022:

Gott fordæmi Ormssonar

Ormsson ehf. unir úrskurði Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa og er því ekki á listanum.

Nýir eigendur Ormssonar segja það ekki samræmast gildum félagsins að eiga í útistöðum við viðskiptavini sína og hafa ákveðið að una úrskurði Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa frá 2020.

Neytendasamtökin fagna ákvörðun Ormsonar og hvetja önnur fyrirtæki til að feta í fótspor þeirra og fylgja úrskurði kærunefndarinnar.

Uppfært 31/03/2022:

GC ehf. unir úrskurði

GC ehf. unir úrskurði Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa og er því ekki á listanum.

Neytendasamtökin fagna ákvörðun GC ehf. og hvetja önnur fyrirtæki til að feta í fótspor þeirra og fylgja úrskurði kærunefndarinnar.

Uppfært 28/06/2022:

Matfasteigna ehf. unir úrskurði

Matfasteigna ehf. unir úrskurði Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa og er því ekki á listanum.

Neytendasamtökin fagna ákvörðun Matfasteigna ehf. og hvetja önnur fyrirtæki til að feta í fótspor þeirra og fylgja úrskurði kærunefndarinnar.

Fréttir í sama dúr

Opnunartími yfir hátíðirnar

Droppshipping – ekki er allt sem sýnist

Afstaða stjórnmálaflokkanna til neytendamála

Breytingar á búvörulögum gegn stjórnarskrá

Aðalfundur Neytendasamtakanna 2024

Ályktanir aðalfundar

Takk fyrir áhugann!

 Þetta vefsvæði er kostað af árgjöldum félaga í Neytendasamtökunum.

Ef þú ert ekki þegar í samtökunum biðjum við þig að íhuga að ganga í þau. Árgjaldið er 7.900 kr.