Fréttir

Allt uppi á borðum

Neytendasamtökin fara fram á að gagnsæi matvælaeftirlits sé aukið. Samtökin hafa bent á góða reynslu frænda okkar Dana sem innleiddu broskarlakerfið „Smiley-ordning“ árið 2003.

Markmið með kerfinu er að upplýsa neytendur um niðurstöðu úttekta heilbrigðisfulltrúa á veitingahúsum og öðrum stöðum sem sýsla með mat. Kerfið var haft sem einfaldast til að neytendur ættu ekki í neinum erfiðleikum með að skilja skilaboðin. Því urðu broskarlar fyrir valinu. Því glaðari sem broskarlinn er, því betri er niðurstaðan. Eftir hverja úttekt var skýrsla heilbrigðiseftirlitsins hengd upp á áberandi stað, svo sem í glugga eða við inngang. Niðurstöðurnar eru einnig aðgengilegar á vefnum og í smáforriti.

Kerfið hefur þróast eins og gengur og gerist og í dag er ekki skylt að hengja skýrsluna sjálfa upp.  Broskarl úti í glugga er látinn duga en skýrslurnar liggja allar á vefnum. Broskörlunum hefur einnig fækkaði úr fjórum í þrjá.

Neytendasamtökin vöktu athygli á smiley kerfinu árið 2011 með erindi til stjórnvalda og umfjöllun í Neytendablaðinu. Í ljósi umræðu síðustu vikna skora Neytendasamtökin á stjórnvöld að ganga í málið og fylgja fordæmi Dana.  

Hér má sjá upplýsingar sem heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur um niðurstöðu úttekta. Það er mjög jákvætt að hægt sé að nálgast skýrslurnar og að broskarlar og litir séu notaðir til að túlka niðurstöður eftirlitsheimsókna. Hér vantar þó upp á hið mikilvæga lokaskref, þ.e. að niðurstaðan sé til sýnis á hverjum stað.

Sjá hér ítarlegri grein um broskarlakerfið.

Stjórn Neytendasamtakanna ályktaði 12. mars 2024:
Stjórn Neytendasamtakanna skorar á viðeigandi stjórnvöld að niðurstöður eftirlits með veitingahúsum verði gerðar neytendum sýnilegar við inngang líkt og gert er í nágrannalöndum okkar, til dæmis með broskarlakerfi. Neytendur eiga að geta tekið upplýsta ákvörðun um matinn sinn og matvælaöryggi.

Fréttir í sama dúr

Opnunartími yfir hátíðirnar

Droppshipping – ekki er allt sem sýnist

Afstaða stjórnmálaflokkanna til neytendamála

Breytingar á búvörulögum gegn stjórnarskrá

Aðalfundur Neytendasamtakanna 2024

Ályktanir aðalfundar

Takk fyrir áhugann!

 Þetta vefsvæði er kostað af árgjöldum félaga í Neytendasamtökunum.

Ef þú ert ekki þegar í samtökunum biðjum við þig að íhuga að ganga í þau. Árgjaldið er 7.900 kr.