Fréttir

Áskorun um kröfulýsingu

iStock.com/Adivin

Neytendasamtökin vekja athygli á því að á heimasíðu Ferðamálastofu má finna lista yfir ferðaskrifstofur þar sem ferðaskrifstofuleyfi hefur verið fellt úr gildi og ferðaskrifstofurekstri verið hætt.

Samkvæmt lögum nr. 95/2018 um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun þá er sala pakkaferða tryggingar- og leyfisskyld. Slíkum tryggingum er ætlað að endurgreiða fé sem viðskiptavinur hefur greitt vegna pakkaferðar eða samtengdrar ferðatilhögunar.

Ferðamálastofa sér um að birta áskoranir um kröfulýsingar og móttöku þeirra.

Neytendasamtökin hvetja þá neytendur sem telja sig eiga kröfu á hendur þeim ferðaskrifstofum sem birtast á heimasíðu Ferðamálastofu að lýsa kröfum sínum. Á heimasíðunni má jafnframt finna leiðbeiningar og upplýsingar um tímafresti.

Fréttir í sama dúr

Droppshipping – ekki er allt sem sýnist

Afstaða stjórnmálaflokkanna til neytendamála

Breytingar á búvörulögum gegn stjórnarskrá

Aðalfundur Neytendasamtakanna 2024

Ályktanir aðalfundar

Bílastæðamál fyrir Hæstarétt

Takk fyrir áhugann!

 Þetta vefsvæði er kostað af árgjöldum félaga í Neytendasamtökunum.

Ef þú ert ekki þegar í samtökunum biðjum við þig að íhuga að ganga í þau. Árgjaldið er 7.900 kr.