Í framhaldi af fréttum um að flugi hafi verið snúið frá Osló og Helsinki þar sem flugmenn hefðu ekki nægjanlega þjálfun til lenda flugvél (sjá hér og hér), vilja Neytendasamtökin minna á að réttur farþega til bóta er mikill. Telja samtökin að farþegar geti átt rétt á allt að €600 eða um 88.000 kr. bótum (fer eftir fluglengd) auk útlagðs kostnaðar.
Evrópureglugerð um réttindi flugfarþega veitir farþegum sem lenda í röskun á flugi rétt til aðstoðar, til breytinga á flugmiða óháð ástæðu röskunar, ásamt stöðluðum skaðabótum frá €250 til €600.
Samkvæmt reglugerðinni skal flugrekandi greiða staðlaðar skaðabætur nema ef röskunina megi rekja til óviðráðanlegra aðstæðna sem ekki hefði verið hægt að afstýra.
Samtökunum er ekki kunnugt um að sambærileg mál hafi farið fyrir Samgöngustofu. Það er þó afstaða samtakanna að bótaréttur farþega sé sterkur og hvetja farþega sem lenda í slíkum flugröskunum að senda bótakröfu á viðkomandi flugfélag. Upphæð bóta fer eftir því hvert og hvaðan er verið að fljúga, en hægt er að slá inn forsendurnar í flugreikninn til að sjá mögulega bótafjárhæð í hverju tilviki fyrir sig.
Hafni flugfélagið bótakröfu geta farþegar leitað til Samgöngustofu og óskað eftir ákvörðun um bótarétt.
Nánar er hægt að sjá um réttarstöðu flugfarþega hér.
Hér er hægt að senda kröfur á hendur íslenskra flugfélaga: