Neytendasamtökin hafa sent inn umsögn vegna áforma atvinnuvegaráðuneytisins um að leggja fram frumvarp um breytingar á lögum til að taka á ólöglegri smálánastarfsemi.
Fram kemur í umsögninni að Neytendasamtökin telji nauðsynlegt að farið verði í heildstætt átak margra aðila til að tryggja að ólögmæt lánastarfsemi þrífist ekki hér á landi. Til að ná því markmiði þá leggja Neytendasamtökin til eftirfarandi fimmtán tillögur sem eru útfærðar nánar í umsögninni:
- Tryggja þarf að enginn geti greitt hærra hærri vexti enn lög gera ráð fyrir
- Smálánafyrirtækjum ber að vera skráningar- og/eða leyfisskylt
- Lánveitandi skuli bera sönnunarbyrði fyrir því að lánveitandi sé borgunarmaður fyrir láni.
- Tilhögun eftirlits með lánafyrirtækjum verði breytt þannig að Fjármálaeftirlitið fari með allt eftirlit og hafi virk úrræði til að bregðast við ólögmætri lánastarfsemi.
- Regluverki verði breytt þannig að lántakar hafi skýlausan rétt á að fá sundurliðun á lánum, innheimtukostnaði og vöxtum.
- Þak verði sett á allan innheimtukostnað, þar með talið löginnheimtu, eins og í tilfelli frum- og milliinnheimtu.
- Virkt eftirlit og úrræði standi neytendum til boða ef verið er að innheimta ólögmætar kröfur. Fjármálaeftirlitið fari með eftirlit með öllum innheimtufyrirtækjum.
- Endurskoða þurfi verkferla og heimildir fyrirtækja til að skrá aðila á vanskilaskrá. Jafnframt að slíkum fyrirtækjum beri að veita tölulegar upplýsingar úr rekstri sínum um umfang og greiningu vanskila.
- Bregðast þarf við víðtækum skuldfærsluheimildum í skilmálum þar sem lántakanda er gert að samþykkja t.d. framtíðar skuldfærslur af bankareikningi eða korti.
- Koma þarf í veg fyrir ágenga markaðssetningu smálánafyrirtækja.
- Fella smálán undir gildissvið laga um lagaskil á sviði samningaréttar.
- Lækka þarf hámark árlegrar hlutfallstölu kostnaðar lána
- Tryggja þarf neytendum skilvirk og ódýr úrræði til að leita réttar síns vegna brota á lánastarfsemi, innheimtu og skuldfærslu
- Tryggja þarf rannsóknir á sviði neytendamála og ekki síst á sviði fjármála
- Efla þarf fjármálalæsi og jafnframt að tryggja að umhverfi hins opinbera og atvinnulífs styðji við almenning
Hér má sjá umsögn Neytendasamtakanna í Samráðsgátt stjórnvalda.