Fréttir

Icelandair upplýsi um allan rétt farþega

Í ljósi niðurfellingar flugs Icelandair innanlands í dag, lýsa Neytendasamtökin vonbrigðum með þann fjölda raskana sem orðið hafa á innanlandsflugi það sem af er ári, en fagna því að flugfélagið hafi brugðist við stöðunni með því að bjóða upp á þotuflug.

Neytendasamtökin benda þó á að verulega skortir á að í tilkynningu Icelandair sé allur réttur farþega tilgreindur. Að mati samtakanna er afar líklegt að farþegar sem hafa orðið fyrir töf sem nemur meira en þremur klukkustundum eigi kröfu um greiðslu staðlaðra skaðabóta að upphæð €250. Hér eru upplýsingar um hvernig sækja megi um skaðabæturnar.

Vissulega gæti Icelandair borið því við að ástæður raskananna séu óviðráðanlegar og þær þar af leiðandi ekki skaðabótaskyldar. Sé það afstaða Icelandair, er það samt sem áður réttur farþega að Samgöngustofa skeri úr um hvort aðstæður hafi verið viðráðanlegar eða ekki. Neytendasamtökin telja mikilvægt að farþegar séu upplýstir um allan rétt sinn eins og kveður á um í 4. gr. reglugerðar 1048/2012 um skaðabætur og aðstoð til handa farþegum og hvetja Icelandair til að bæta upplýsingagjöf sína og upplýsa farþega sína um allan rétt sem þeir kunna að eiga.

Uppfært:
Icelandair hefur bætt úr upplýsingagjöfinni í tilkynningu sinni og benda nú farþegum á öll réttindi sín. Neytendasamtökin hvetja alla farþega til að nýta þau og sækja skaðabætur, eigi þeir rétt á þeim.

Fréttir í sama dúr

Opnunartími yfir hátíðirnar

Droppshipping – ekki er allt sem sýnist

Afstaða stjórnmálaflokkanna til neytendamála

Breytingar á búvörulögum gegn stjórnarskrá

Aðalfundur Neytendasamtakanna 2024

Ályktanir aðalfundar

Takk fyrir áhugann!

 Þetta vefsvæði er kostað af árgjöldum félaga í Neytendasamtökunum.

Ef þú ert ekki þegar í samtökunum biðjum við þig að íhuga að ganga í þau. Árgjaldið er 7.900 kr.