Fréttir

Skaðabætur vegna aflýsts flugs

Í ljósi ummæla upplýsingafulltrúa Icelandair (mbl.is ruv.is) um aflýsingu fjölda flugferða félagsins til að „laga framboð að eftirspurn“, vilja Neytendasamtökin benda félagmönnum á að aflýsi flugrekandi flugferð með minna en tveggja vikna fyrirvara ber flugrekanda samkvæmt Evrópureglugerð um réttindi flugfarþega, að greiða farþega staðlaðar skaðabætur sem nema 250€-600€ og fara eftir lengd flugs, auk endurgreiðslu, inneignar eða nýs flugs. Undantekning á því er ef aflýsingu flugs má rekja til óviðráðanlegra aðstæðna.

Neytendasamtökin telja að aðlögun framboðs að eftirspurn falli ekki undir óviðráðanlegar aðstæður og hvetja farþega til að sækja rétt sinn. Sem fyrr aðstoða samtökin félagsmenn sína við það.

Fréttir í sama dúr

Kraftmikill aðalfundur og sterkar ályktanir

Úrskurðir í bílastæðamálum

Nýtt Neytendablað

Réttlát græn umskipti – alþjóðadagur neytendaréttar

Aðalfundur 10. apríl

Bætur vegna „þjálfunarflugs”

Takk fyrir áhugann!

 Þetta vefsvæði er kostað af árgjöldum félaga í Neytendasamtökunum.

Ef þú ert ekki þegar í samtökunum biðjum við þig að íhuga að ganga í þau. Árgjaldið er 7.900 kr.