Skammarkrókurinn

Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa er skipuð fulltrúum atvinnulífsins, neytenda og ráðuneytis. Neytendur geta lagt ágreiningsmál við seljendur fyrir nefndina og fengið skjóta úrlausn mála sinna utan dómstóla.

Langflest fyrirtæki fylgja niðurstöðu nefndarinnar en það er þó ekki algilt. Frá því nefndin tók til starfa hafa nokkur valið að hlíta ekki úrskurði nefndarinnar. Oftast er um að ræða það lágar upphæðir, frá fáum tugum þúsunda upp í fáein hundruð þúsunda, að ekki tekur því fyrir neytendur að fara með málin fyrir dómstóla, þrátt fyrir að þau myndu að öllum líkindum vinnast.

Kærunefndin birtir nöfn þessara fyrirtækja í einungis eitt ár og hverfa þau síðan af listanum. Nöfn fyrirtækjanna eru birt hér að neðan neytendum til varnaðar. Samtökin hvetja jafnframt forsvarsmenn fyrirtækjanna að fylgja úrskurðum kærunefndarinnar. Þangað til verða þau í skammarkróknum. Fyrirtækin sem ekki hafa unað úrskurði Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa eru:

Tryggingar og ráðgjöf ehf., kt. 560500-3190 í máli nr. 30/2021

CC Bílaleiga ehf. kt. 640907-0610 í máli nr. 113/2020.

Matfasteigna ehf. kt. 460989-1919 í máli nr. 125/2020.

Geri Allt slf. kt. 420615-0860  í máli nr. 142/2020.

Camper Iceland ehf. kt. 460509-1060 í máli nr. 2/2021.