Skammarkrókurinn

Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa er skipuð fulltrúum atvinnulífsins, neytenda og ráðuneytis. Neytendur geta lagt ágreiningsmál við seljendur fyrir nefndina og fengið skjóta úrlausn mála sinna utan dómstóla.

Langflest fyrirtæki fylgja niðurstöðu nefndarinnar en það er þó ekki algilt. Frá því nefndin tók til starfa hafa nokkur valið að hlíta ekki úrskurði nefndarinnar. Oftast er um að ræða það lágar upphæðir, frá fáum tugum þúsunda upp í fáein hundruð þúsunda, að ekki tekur því fyrir neytendur að fara með málin fyrir dómstóla, þrátt fyrir að þau myndu að öllum líkindum vinnast.

Kærunefndin birtir nöfn þessara fyrirtækja í einungis eitt ár og hverfa þau síðan af listanum. Nöfn fyrirtækjanna eru birt hér að neðan neytendum til varnaðar. Samtökin hvetja jafnframt forsvarsmenn fyrirtækjanna að fylgja úrskurðum kærunefndarinnar. Þangað til verða þau í skammarkróknum. Fyrirtækin sem ekki hafa unað úrskurði Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa eru:

Tryggingar og ráðgjöf ehf., kt. 560500-3190 í máli nr. 30/2021

CC Bílaleiga ehf. kt. 640907-0610 í máli nr. 113/2020.

Geri Allt slf. kt. 420615-0860  í máli nr. 142/2020.

Camper Iceland ehf. kt. 460509-1060 í máli nr. 2/2021.

Ferðaskrifstofa íslands ehf. kt. 470103-2990 í máli nr. 15/2020.
(Kvartandi stefndi Ferðaskrifstofunni og vann málið fyrir Héraðsdómi. Ferðaskrifstofa Íslands áfrýjaði málinu til Landsréttar)

Um skammarkrókinn
Neytendasamtökin fylgjast grannt með úrskurðum Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa og lista nefndarinnar yfir seljendur sem hafa tilkynnt kærunefndinni að þeir uni ekki úrskurði hennar. Neytendasamtökin, hafa samband við seljanda og hvetja hann til að una úrskurði nefndarinnar. Verði hann ekki viðþví innan tilskilins frests birta samtökin nafn seljanda á www.ns.is/skammarkrokur.

Seljandi hefur ávallt tækifæri til að fara af listanum með því að una úrskurði Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa með sannanlegum hætti og tilkynna það Neytendasamtökunum með tölvupósti ns@ns.is. Seljandi sem ekki hlítir úrskurði nefndarinnar og höfðar mál fyrir fyrir dómstólum um ágreininginn skal aðgreindur frá öðrum í skammarkróknum.