Aðalfundur 2025

Aðalfundur Neytendasamtakanna verður haldinn fimmtudaginn 10. apríl nk. og hefst kl. 17:00.

Fundurinn hefst kl. 17.00 og er áætlað er að hann standi í tvo tíma. Samkvæmt breytingum á samþykktum Neytendasamtakanna var aðalfundur færður frá október og fram í apríl, og er því óvenju stutt á milli aðalfunda.

Allir skuldlausir félagar hafa rétt til setu á aðalfundi og hvetjum við áhugasama að skrá sig með tölvupósti á ns@ns.is eða í síma 545 1200.  

Kjör stjórnarmanna
Kosið er um sex stjórnarsæti. Framboð til stjórnar þurfa að berast samtökunum fyrir 15. mars.

Allir skuldlausir félagsmenn geta boðið sig fram og skulu framboð berast á netfangið ns@ns.is. Nánari upplýsingar gefur framkvæmdastjóri. Fyrirspurnir skal senda á brynhildur@ns.is

Fundargögn:

Tillaga að kjörnefnd

Takk fyrir áhugann!

 Þetta vefsvæði er kostað af árgjöldum félaga í Neytendasamtökunum.

Ef þú ert ekki þegar í samtökunum biðjum við þig að íhuga að ganga í þau. Árgjaldið er 7.900 kr.