Fréttir

Ályktun frá stjórn NS

Stjórn Neytendasamtakanna hefur samþykkt svohljóðandi ályktun:

Stjórn Neytendasamtakanna lýsir yfir áhyggjum af stöðu leigjendamála á Íslandi og lýsir yfir furðu á samráðsleysi við samtökin í tengslum við tillögur átakshóps við vanda á húsnæðismarkaði.

Neytendasamtökin hafa um árabil sinnt ráðgjöf og lagalegri aðstoð við leigjendur ásamt almennri hagsmunagæslu. Samtökin hafa frá árinu 2011 gert árlegan samning við velferðarráðuneytið um ákveðna þætti þessarar þjónustu. Nú hefur samningur um leigjendaaðstoð Neytendasamtakanna runnið úr gildi og þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir í heilt ár hafa samtökin ekki hlotið áheyrn ráðherra húsnæðismála með það fyrir augum að endurnýja samninginn.

Samtökin hafa þó haldið áfram að aðstoða leigjendur í neyð. Mikil eftirspurn er eftir þjónustunni og er hún vel þekkt meðal fólks á leigumarkaði og leituðu á þriðja þúsund leigjenda til hennar árið 2017, þar af um fimmtungur erlendir ríkisborgarar. Það kom því á óvart að starfshópur stjórnvalda í húsnæðismálum skuli ekki hafa haft samráð við Neytendasamtökin við vinnu skýrslunnar.

Þessi skortur á samráði, ásamt því að ekki hefur verið brugðist við óskum um endurnýjun samnings, eru nöturleg skilaboð til leigjenda á Íslandi.

Fréttir í sama dúr

Opnunartími yfir hátíðirnar

Droppshipping – ekki er allt sem sýnist

Afstaða stjórnmálaflokkanna til neytendamála

Breytingar á búvörulögum gegn stjórnarskrá

Aðalfundur Neytendasamtakanna 2024

Ályktanir aðalfundar

Takk fyrir áhugann!

 Þetta vefsvæði er kostað af árgjöldum félaga í Neytendasamtökunum.

Ef þú ert ekki þegar í samtökunum biðjum við þig að íhuga að ganga í þau. Árgjaldið er 7.900 kr.