Fréttir

Ályktun stjórnar Neytendasamtakanna vegna vatnsverndarmála höfuðborgarsvæðisins

Stjórn Neytendasamtakanna furðar sig á og mótmælir fyrirhugaðri línulögn um grannsvæði vatnsbóla allra sveitarfélaga höfuðborgarsvæðisins. Að setja upp háspennumöstur fylgir afar mikið jarðrask og stórtækar vinnuvélar með tilheyrandi mengunarhættu yrðu að störfum á gljúpu hrauni, aðeins nokkrum metrum ofan við þar sem vatnið rennur á leið í vatnsbólin.

Háspennulínur er hægt að setja í jörð meðfram vegum sem ekki eru á vatnsverndarsvæði. Það hlýtur alltaf að teljast betri kostur en að leggja í hættu mestu auðlind þjóðarinnar í dag og til allrar framtíðar.

Ein dýrmætasta náttúruauðlind okkar er hreint vatn og skal verja það með öllum ráðum.

Réttur hvers íbúa landsins til hreins vatns hlýtur ávallt að vega þyngra en háspennulína (sem þar að auki er óþörf í dag) sem hægt er að leggja annarstaðar (t.d. meðfram núverandi vegum utan vatnasvæða) með mun minni eða engri áhættu fyrir neytendur.

Stjórn Neytendasamtakanna 24.janúar 2018.

Fréttir í sama dúr

Samkeppni slátrað – um hvað snýst málið?

Hópmálsókn í Evrópu vegna öndunarvéla frá Philips

Vaxtamálið – fyrning krafna

Neytendur upplýstir um vöruskerðingu- ný lög í Frakklandi

Ósanngjarnar kröfur Isavia vegna Base Parking

Arðsemisþak á raforku til heimila

Takk fyrir áhugann!

 Þetta vefsvæði er kostað af árgjöldum félaga í Neytendasamtökunum.

Ef þú ert ekki þegar í samtökunum biðjum við þig að íhuga að ganga í þau. Árgjaldið er 7.900 kr.