Fréttir

Ályktun: Verðbólgan gífurleg vonbrigði

-en því miður fyrirséð

Stjórn Neytendasamtakanna lýsir yfir gífurlegum vonbrigðum með aðgerðir stjórnvalda sem leiða til þeirrar miklu verðbólgu sem fréttir berast af í dag. Samkvæmt Hagstofunni hækkar verðbólgan um 0,85% milli mánaða og ársverðbólgan fer úr 9,6% í 9,9%. Aldrei þessu vant nær venjubundin lækkun verðbólgu vegna janúarútsala ekki að slá á hækkunina að neinu ráði. Hækkun verðbólgu í janúar er að mestu til komin vegna hækkana á búsi, bílum og búvörum. Þessi kostnaðarliðir eiga það sameiginlegt að hið opinbera stýrir verði þeirra að verulegu leyti með álögum. Því miður virðist það ganga eftir sem stjórn Neytendasamtakanna benti á í umsögn um fjárlagafrumvarpið, að krónutöluhækkanir gjalda ríkisins skila sér beint út í verðbólguna.

Staðan er grafalvarleg og stjórn Neytendasamtakanna skorar á stjórnvöld að ganga á undan með góðu fordæmi og gera allt sem í þeirra valdi stendur til að draga úr verðbólgu.

Fréttir í sama dúr

Droppshipping – ekki er allt sem sýnist

Afstaða stjórnmálaflokkanna til neytendamála

Breytingar á búvörulögum gegn stjórnarskrá

Aðalfundur Neytendasamtakanna 2024

Ályktanir aðalfundar

Bílastæðamál fyrir Hæstarétt

Takk fyrir áhugann!

 Þetta vefsvæði er kostað af árgjöldum félaga í Neytendasamtökunum.

Ef þú ert ekki þegar í samtökunum biðjum við þig að íhuga að ganga í þau. Árgjaldið er 7.900 kr.