Fréttir

Möguleg ofrukkun HS orku / HS veitna

Neytendasamtökunum hafa borist fjöldi ábendinga frá félagsmönnum um að vegna mistaka HS orku og HS veitna hafi fyrirtækin ekki innheimt greiðslur fyrir raforkusölu fyrirtækjanna undanfarin ár og ætli nú að innheimta greiðslur, fjögur ár aftur í tímann.

Í 45.gr. reglugerðar um raforkuviðskipti og mælingar segir skýrt: „Komi villa í reikningi, mælingu eða mælaálestri á dreifiveita rétt á að innheimta viðbótarupphæð sem leiðréttingunni nemur tvö ár aftur í tímann.“ Það er bráðbirgðaniðurstaða Neytendasamtakanna að þessi grein eigi við, og að því gæti sá hluti kröfunnar sem er eldri en tveggja ára verið fyrnd. Þar af leiðir að HS orku / HS veitum sé einungis heimilt að innheimta fyrir ógjaldfærða notkun tvö ár aftur í tímann.

Neytendasamtökin eru með málið til skoðunar og hafa meðal annars sent fyrirspurn til HS orku / HS veitna og óskað eftir skjótum viðbrögðum.

Neytendasamtökin hvetja félagsmenn til að bíða með að greiða reikningana þar til á eindaga eða fá frest frá HS orku / HS veitum þar til niðurstaða fæst í málinu.

Þessi færsla verður uppfærð um leið og svör berast frá HS orku / HS veitum.

Uppfært 2. apríl 2019

Neytendasamtökin áttu fund með forsvarsmönnum HS Orku þar sem málið var rætt. Í kjölfarið kvörtuðu samtökin formlega til Orkustofnunar, sem ekki féllst á röksemdir samtakanna með bréfi þann 28. mars.

Neytendasamtökin eru með málið til skoðunar og íhuga næstu skref.

Uppfært 24. apríl 2019

Neytendasamtökin hafa skoðað málið nánar og í ljósi afstöðu Orkustofnunar hafa samtökin ákveðið að aðhafast ekki frekar að svo stöddu. 
[Fyrirsögn fréttarinnar hefur verið uppfærð]

Fréttir í sama dúr

Droppshipping – ekki er allt sem sýnist

Afstaða stjórnmálaflokkanna til neytendamála

Breytingar á búvörulögum gegn stjórnarskrá

Aðalfundur Neytendasamtakanna 2024

Ályktanir aðalfundar

Bílastæðamál fyrir Hæstarétt

Takk fyrir áhugann!

 Þetta vefsvæði er kostað af árgjöldum félaga í Neytendasamtökunum.

Ef þú ert ekki þegar í samtökunum biðjum við þig að íhuga að ganga í þau. Árgjaldið er 7.900 kr.