Fréttir

CC Bílaleiga ehf. ítrekað í skammarkróknum

Bílaleiga lykill bílhurð
HearttoHeart0225

CC bílaleiga ehf. hefur í þrígang tapað málum sem farið hafa fyrir kærunefnd vöru- og þjónustukaupa. Í öllum þremur tilfellum hefur fyrirtækið neitað að verða við kröfum neytenda. Fyrirtækið er því í skammarkrók Neytendasamtakanna og ráða samtökin neytendum frá því að eiga viðskipti við CC bílaleigu ehf.

 

Háar upphæðir í húfi

Kvartanir neytenda eru fjölbreyttar og varða háar upphæðir.

Í einu málinu hafði neytandi afbókað bíl en var þó látinn greiða fullt verð. Nefndin taldi neytandann eiga rétt á 75% endurgreiðslu að upphæð 166.500 kr. enda væru skilmálar um afbókun skýrir.

Í öðru máli komst nefndin að þeirri niðurstöðu að bílaleigan ætti að endurgreiða neytanda 215.000 kr. vegna dráttarþjónustu á biluðum bílaleigubíl.

Í því þriðja féllst nefndin á kröfu neytanda um endurgreiðslu að fjárhæð 73.900 kr. vegna tjóns á bílaleigubíl. Óumdeilt var að tjón hafi orðið á bifreiðinni en nefndin taldi bílaleiguna ekki hafa sýnt fram á umfang þess fjárhaglega tjóns sem hún varð fyrir.

Samtals hefur bílaleigan hafnað kröfum neytenda að fjárhæð 455.495 kr. í þessum þremur málum. Neytendasamtökin líta það alvarlegum augum að fyrirtækið hunsi ítrekað niðurstöður kærunefndarinnar og réttmætar kröfur neytenda. Þau ráða því fólki eindregið frá því að eiga viðskipti við fyrirtækið.

 

Hér má sjá lista yfir fyrirtæki sem eru í skammarkróknum.

Fréttir í sama dúr

Droppshipping – ekki er allt sem sýnist

Afstaða stjórnmálaflokkanna til neytendamála

Breytingar á búvörulögum gegn stjórnarskrá

Aðalfundur Neytendasamtakanna 2024

Ályktanir aðalfundar

Bílastæðamál fyrir Hæstarétt

Takk fyrir áhugann!

 Þetta vefsvæði er kostað af árgjöldum félaga í Neytendasamtökunum.

Ef þú ert ekki þegar í samtökunum biðjum við þig að íhuga að ganga í þau. Árgjaldið er 7.900 kr.