Fréttir

Fasteignakaup – lykilatriði

Eftirspurn eftir fasteignum er í hæstu hæðum og dæmi um að fólk kaupi fasteignir óséðar. Neytendasamtökin hafa fjallað ítarlega um fasteignakaup í tveimur síðustu eintökum Neytendablaðsins. Meðal annars er bent á aðgæsluskyldu kaupenda, sagðar raunarsögur af vandræðum sem fasteignakaupendur hafa lent í hér á landi, ásamt því að bent er á það sem nágrannaþjóðir okkar gera.

Neytendasamtökin eru frjáls félagasamtök sem reiða sig á árgjöld félagsmanna. Því fleiri félagar, þeim mun öflugri samtök.
Gerast félagi.

Benda samtökin á atriði sem þarf að skoða mun betur og færa til betri vegar, bæði með tilliti til hagsmuna kaupenda og seljenda, en einnig til þess að draga úr þeim gífurlega hraða sem einkennt hefur fasteignamarkaðinn. Einkum er fernt sem líta þarf til:

  1. Sinn hvor fasteignasalinn gæti hagsmuna kaupanda annars vegar og seljanda hins vegar. Óeðlilegt er að einn fasteignasali gæti hagsmuna tveggja aðila og hafi jafnframt í flestum tilvikum hag af því að söluverð sé sem hæst.
  2. Ástandasskoða þarf fasteignir fyrir sölu. Mikilvægt er að sem bestar upplýsingar liggi fyrir til að koma í veg fyrir þau fjölmörg deilumál sem gjarna koma upp eftir kaup, sér í lagi þegar hraðinn er eins mikill og hann hefur verið að undanförnu. Búið er að samþykkja þingsályktun þess efnis og mikilvægt að gerð verði lagabreyting til samræmis sem fyrst.
  3. Tilboðsgerð þarf að vera fastmótaðri til að koma í veg fyrir að óprúttnir fasteignasalar etji kaupendum saman og þrýsti verðinu upp, líkt og dæmi eru um. Í Svíþjóð er nokkurskonar uppboðsferli, þar sem áhugasamir geta boðið í á sama tíma. Önnur leið er að opna öll tilboð á sama tíma.
  4. Koma þarf á kælingartíma, svo kaupendur geti betur undirbúið tilboðsgerð og kaupi ekki köttinn í sekknum. Dæmi eru um að íbúðir séu keyptar nánast óséðar, eða að á fyrstu mínútum sölusýningar hefjist barátta um fasteign með tilheyrandi runu yfirboða. Þetta gerist án þess að væntanlegur kaupandi hafi gefist gaumur til að grannskoða eignina, með tilheyrandi hættu á því að keyptur sé kötturinn í sekknum. Huga þarf að því hvort ekki mætti setja reglur um að tilboðsgerð hefjist ekki fyrir en að tilteknum tíma liðnum eftir fyrstu sölusýningu, til dæmis að sólarhringi liðnum, líkt og sumstaðar er.

Nánar er fjallað um málið í síðustu tveimur Neytendablöðum sem hafa borist félögum Neytendasamtakanna. Hægt er að gerast félagi og fá blöðin send um hæl. Fyrirtæki og stofnanir geta gerst áskrifendur að Neytendablaðinu með því að senda samtökunum tölvupóst.

Fréttir í sama dúr

Droppshipping – ekki er allt sem sýnist

Afstaða stjórnmálaflokkanna til neytendamála

Breytingar á búvörulögum gegn stjórnarskrá

Aðalfundur Neytendasamtakanna 2024

Ályktanir aðalfundar

Bílastæðamál fyrir Hæstarétt

Takk fyrir áhugann!

 Þetta vefsvæði er kostað af árgjöldum félaga í Neytendasamtökunum.

Ef þú ert ekki þegar í samtökunum biðjum við þig að íhuga að ganga í þau. Árgjaldið er 7.900 kr.